Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2015
svg
396,6 m²
svg
9 herb.
svg
3 baðherb.
svg
7 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Glæsilegt og sérlega vel skipulagt einbýlishús í neðstu línu á jaðarlóð í Dalaþingi í Þingahverfi Kópavogs. Glæsilegt útsýni er af efri hæðinni út á Elliðavatnið og yfir í fallegt gróið svæði með stórum trjám sem mynda gott skjól fyrir húsið. Húsið er einstakt fjölskylduhús með 6-7 svefnherbergjum, þremur baðherbergjum (öll með baðaðstöðu), stóru alrými sem rúmar borðstofu, setustofu og eldhús, rúmgott sjónvarpshol, fjölskyldu/hobby herbergi, 2 stórar geymslur (möguleiki að útbúa heimarækt í annari þar sem hægt er að setja loftun), þvottaherbergi og bílskúr. Fyrir framan húsið er stórt bílaplan með snjóbræðslu. Stór verönd er á tvo vegu við húsið og er pallinum skipt niður i þrjú góð svæði með steyptum skjólveggjum. Mjög auðvelt er að útbúa auka íbúð á neðri hæð hússins. Sérinngangur með góðri forstofu er á neðri hæðinni og hægt er að keyra að húsinu einnig þeim megin að.
Gólfhiti er í efri hæð hússins og stærstum hluta neðri hæðar. Innréttingar eru frá HTH með leðurgranít borðplötum frá S.Helgason ehf. Parketflísar frá Álfaborg eru á öllu húsinu (einnig á bílskúr), tæki í eldhúsi eru frá Ormsson (AEG og Airforce). Á veröndinni er heitur pottur frá Trefjum með hitastýrikerfi í bílskúr.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
 
Nánari lýsing eignar:
Efrihæð (jarðhæð framan við húsið) :
Forstofa:
Komið er inn í góða forstofu með parketflísum á gólfi og stórum þreföldum fataskáp sem nær veggja á milli og upp í loft.
Alrými: (borðstofa, setustofa og eldhús)
Borðstofan og setustofan
eru saman í stóru opnu rými með mikilli lofthæð og stórum gólfsíðum gluggum sem snúa í áttina út að Elliðavatninu. Á gólfi eru parketflísar og útgengt er frá setustofunni út á svalir sem liggja þvert með fram norðurhlið hússins.
Eldhúsið er opið að hluta yfir í átt að stofurýminu en er í sérrými sem stúkað er aðeins frá. Stór innrétting er í vinkil með neðri skápum + stórum tækjavegg sem nær upp í loft. Eyjan er einnig sérlega stór með spanhelluborði í yfirstærð og gufugleypi sem gengur niður í borðplötuna. Skápar eru í svartbæsuðum eikarspón með leðurgranítborðplötu. Góðir gluggar og parketflísar á gólfi.
Aðalbaðherbergi: Baðherbergi með parketflísum á gólfi og mjög fallegum útskornum steinflísum á öllum veggjum nema einum. Stór sturta með skyggðu gleri er beint á gólf með innbyggðum Grohe blöndunartækjum. Innréttingin er góð með 6  skúffum og leðurgranítborðplötu. Stór gólfsíður gluggi er í enda rýmisins.
Hjónasvíta: (Svefnherbergi, baðherbergi, fataherbergi)
Svefnherbergið
er stórt með fallegum gólfsiðum gluggum og parketflísum á gólfi.
Fataherbergi er inn af svefnherberginu með góðri innréttingu, hengi, skúffum og hillum.
Baðherbergi er einnig inn af hjónaherberginu. Góð sturta er beint á gólf með glervegg. Hvít innrétting er undir vaski með hvítri steinborðplötu. Parketflísar eru á gólfi og fallegum útskornum steinflísar eru á hluta af veggjum. Opnanlegur gluggi.
Barnaherbergi / skrifstofuherbergi: Á hæðinni er eitt auka barnaherbergi með parketflísum á gólfi og tvöföldum fataskáp sem nær upp í loft.
Þvottaherbergi: Á milli bílskúrs og húss er gengið í gengum mjög vel útbúið þvottaherbergi með mikilli og góðri innréttingu með vinnuvaski. Gert er ráð fyrir 2 stk þvottavélum og svo þurrkara í vinnuhæð.
Bílskúr: Bílskúrinn er með parketflísum á gólfi, gólfhita, góðum geymsluskápum og gluggum. Sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari er á hurð. Hægt er að ganga í gegnum inngönguhurð inn í skúrinn utan frá og einnig er hægt að ganga úr bílskúrnum í gegnum þvottaherbergið og þaðan inn í eignina.
 
Neðri hæð: (jarðhæð baka til)
Opið er á milli efri og neðri hæðar og gengið niður steyptan stiga með parketflísum á þrepum. Auðvelt er að loka á milli hæða og útbúa auka íbúð í allri eða hluta af neðri hæðinni. Sérinngangur er inn í neðri hæðina á bakhlið hússins og sér anddyri.
Forstofa: Hægt er að ganga inn á neðri hæðina beint inn um auka inngang á neðri hæðinni. Gengið er inn í rúmgóða forstofu með parketflísum á gólfi og góðum tvöföldum fataskáp.
Sjónvarpshol: Stórt sjónvarpshol er í miðju neðri hæðarinnar þegar komið er niður stigann og einnig beint inn af forstofunni á neðri hæð.
4-5 x svefnherbergi: Á hæðinni eru 4 – 5 svefnherbergi öll með parketflísum á gólfi. Fataskápar eru í tveimur af herbergjunum. Minnsta herbergið er skráð sem auka geymsla á teikningum en á því er góður gluggi.
Baðherbergi: Glæsilegt baðherbergi er á hæðinni í sama stíl og aðalbaðherbergið á efri hæð. Baðherbergi með parketflísum á gólfi og mjög fallegum útskornum steinflísum á öllum veggjum nema einum. Stór sturta með skyggðu gleri er beint á gólf með innbyggðum Grohe blöndunartækjum. Innréttingin er góð með 6  skúffum og leðurgranítborðplötu. Stór gólfsíður gluggi er í enda rýmisins.
Fjölskylduherbergi: fyrir innan sjónvarpsholið er stórt fjölskylduherbergi / hobbyherbergi.
2 x geymsla: Tvær stórar geymslur án glugga eru inn af fjölskylduherberginu á neðri hæð. Önnur er með möguleika á að setja góðu loftun og var hugsuð fyrir til dæmis heima líkamsrækt. 
 
Húsið er vandað og sérlega gott fjölskylduhús á fallegri jaðarlóð við Elliðavatnið. Stutt er í Vatnsendaskóla, leikskóla, íþóttamiðstöð Kórinn og matvöruverslun. Einstakar gönguleiðir eru í nánasta nágrenni, göngu-, hjóla- og reiðleiðir við Elliðavatn og upp í Heiðmörk svo eitthvað sé nefnt.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is

img
Berglind Hólm Birgisdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Berglind Hólm Birgisdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Berglind Hólm Birgisdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík