Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 1981
svg
187,6 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax

Lýsing

**HÚSIÐ ER SELT MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN**
       -FYRIRHUGAÐ OPIÐ HÚS FELLUR ÞVÍ NIÐUR - 

Guðbjörg Helga lgf og Gylfi Jens lgf. ásamt RE/MAX kynna Álagranda 18, 107 Reykjavík:

Bjart, rúmgott og vel skipulagt mikið endurnýjað raðhús með innbyggðum, innangengum bílskúr og garði með verönd á eftirsóttum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Allir fermetrar nýtast mjög vel hér, en heildarstærð hússins er 187,6 fm, er á tveimur hæðum auk rislofts utan fermetratölu sem eru rúmir 14 fm. Gott og vel staðsett fjölskylduhús með endurnýjaðri þakklæðningu, endurnýjuðum baðherbergjum og eldhúsi. Skipulagi hefur verið breytt frá samþykktum teikningum með því að opna alrýmið meira við eldhús. Tvö einkastæði eru við hús og tilbúin tenging fyrir rafhleðslustöð. Húsið getur verið laust fljótlega eftir kaupsaming til afhendingar.

       **SÆKTU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST HÉR**

       **SKOÐAU EIGNINA BETUR Í ÞRÍVÍDD (3-D) MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR**

        Núverandi skipulag:
Jarðhæð:
Forstofa, hol, bílskúr, eldhús með borðaðstöðu, borðstofa, stofa, gestasalerni og þar er geymslurými undir stiga. Efri hæð: Fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, vinnuaðstaða og gangur.  Ris: Manngengt geymsluris er yfir öllu húsinu, tröppur eru í þvottahúsi.

Nánari lýsing;
       Neðri hæð:

Gólfefni eru parket á holi og stofum, flísar í eldhúsi, gestasalerni og forstofu. Sólbekkir eru úr steini í öllu húsinu. 
Forstofa: Fataskápur fyrir yfirhafnir.
Hol: Tengir saman forstofu, stofur, stiga milli hæða, eldhús og inngengi í bílskúr með geymslu innaf. Steyptur teppalagður stigi er milli hæða. 
Eldhús: Hvít innrétting með góðu skápaplássi, flísar á gólfi og á milli innréttinga. Viðarborðplötur og mjög gott vinnupláss, stálvaskur, span helluborð, bakaraofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél, veggháfur, opnanlegur gluggi , sólargluggatjöld, hiti í gólfi. Rúmgott pláss fyrir eldhúsborð. Rýmið hefur verið opnað talsvert mikið, eldhús var alveg aflokað á upprunalegri teikningu. Stæði fyrir tvöfaldan amerískan ísskáp.
Borðstofa: Útgengi á viðarverönd og garð með grasi sem snýr í suðvestur. Gluggar. Hvítar zebra rúllugardínur.
Setustofa: Gengið er niður tvö þrep í rúmgóða og bjarta setustofu. Hvítar zebra rúllugardínur. Möguleiki er að setja upp arin í stofu.
Gestasalerni: Gengið niður örfá þrep að endurnýjuðu gestasalerni. Flísar á gólfi á snyrtingunni og á salerniskassa, upphengt salerni, dökk viðarinnrétting undir handlaug.
       Efri hæð: 
Aukin lofthæð, hvítmáluð viðarklæðning í loftum. Parket á herbergjum, gangi og vinnurými og flísar á votrýmum. 
Gangur: Herbergjagangur sem tengir saman öll rýmin, 
Opið rými: Nýtt sem skrifborðs- og vinnuaðstaða í dag.  
Herbergi 1: Mjög rúmgott herbergi með aukinni lofthæð. Herbergið snýr að garði, útgengi á svalir með lágu handriði sem snúa í suðvestur. Fataskápur getur fylgt. Myrkrarúllutjöld. 
Herbergi 2: Rúmgott herbergi með aukinni lofthæð. Myrkrarúllugardína.
Herbergi 3: Rúmgott herbergi. Gluggar stækkaðir með því að bæta við glerjum en upprunalega voru viðarplötur í hluta gluggasvæðis. Myrkrarúllugardína
Herbergi 4: Ágætlega rúmgott herbergi með aukinni lofthæð sem var útbúið af núverandi eigendum. Snýr inn í garð. Myrkrarúllugardínur.
Baðherbergi: Tvöföld eikarinnrétting og tvöföld handlaug í einni einingu ofan á. Spegill og veggskápur. Tvöfaldur hár eikarskápur á vegg móts við handlaugar. Baðkar, frístandandi sturtuklefi, hvítur handklæðaofn, upphengt salerni, opnanlegur gluggi, gólfhiti.
Þvottahús: Físalagt gólf tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Sturtubotn (sem þarf að fjarlægja) viðarstigi upp á háaloft. 
       Ris: 
Geymsluloft sem er innangengt (viðartröppur) eru yfir miðju húsinu endilöngu. Manngengt og rúmgott rými sem getur nýst á ýmsa vegu. Rýmið er rétt tæpir 15 fm og er utan fermetratölu.
      Bílskúr:
Innangengt er í hann úr holi. Innst í bílskúr er lokanleg geymsla með hurð. Rafdrifin bílskúrshurð með nýlegum mótor. Hitaveita, rafmagn og vatnstengi. 
      Lóð:
Viðarverönd og garður með grasi. Garðurinn er alveg afgirtur með viðargirðingu, opnanlegt hlið er í enda hennar. Framan við húsið eru runnar mili húsa, tvöfalt bílastæði og tengi fyrir rafhleðslustöð klárt. 

       Framkvæmdasaga núverandi eigenda:
2021: Tengi fyrir rafhleðslustöð sett upp á hliðarvegg bílskúrs. 
2018: Þakið endurnýjað bæði viður og sett aluzink bárujárn rauðlitað, undirlag endurnýjað jafnframt. Þakkantur jafnframt endurnýjaður.
2018: Herbergi 4 búið til, en var áður opið rými með skrifstofuhorni.
2015: Gestasalerni jarðhæð endurnýjað
2013: Baðherbergi efri hæð endurnýjað, einnig neysluvatnslagnir innan rýmisins og settur gólfhiti. 
2013: Eldhús endurnýjað og neysluvatnslagnir innan rýmis (skipulagi var breytt og vaskur færður)
2013: Parket endurnýjað á öllu húsinu og teppi á stiga.
2013: Veggir milli hols og borðstofu fjarlægðir við eldhús - opnað meira. Settur hálfur veggur og þrep niður í setustofuna.
2013: Gluggi í herbergi 3 stækkaður, gler sett þar sem viðarplötur voru.

Samantekið þá er hér um að ræða afar vel skipulagt, bjart og myndarlegt raðhús á rólegum og vinsælum stað í Vesturbænum, með íþróttasvæði KR liggur við í bakgarðinum og í göngufjarlægð, grunnskóla, leikskóla og verslanir og þjónustu. Núverandi hleðslustöð er undanskilin fylgifé fasteignar og verður fjarlægð á kostnað seljenda. Snjóbræðsla er framan við bílskúr. 

Ring kerfi er í húsinu og stendur kaupanda til boða að kaupa það .

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar er hjá
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur: gudbjorg@remax.is, sími 897 7712 
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður: gylfi@remax.issími 822 5124. 

img
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík