Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Upplýsingar
svg
22153,9 m²
svg
8 herb.
svg
7 svefnh.

Lýsing

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17. 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jarðirnar Haga, Grænhól og Sauðeyjar á Barðarströnd.
Jörðin Hagi er landnámsjörð og kirkjustaður og afi núverandi ábúenda keypti jörðina upp úr aldamótunum 1900. Þar var blandað bú þangað til fé var skorið niður árið 1982.
Síðan hefur verið rekið þar myndarlegt kúabú. Einnig er hlunnindabúskapur í Haga, egg og dúnn um 800 til 1000 hreiður. Líka var þar um tíma refabú og fiskeldi og grásleppuveiðar voru stundaðar þar í áratugi. Hagi var að fornu metin önnur af dýrustu jörðum á Vestfjörðum. Núverandi húsakostur er töluverður á ýmsmu aldri m.a. reisulegt íbúðarhús ásamt útihúsum almennt í í ágætu ástandi.
Landamerki voru að fornu að innnan þau að Hagavaðall og Arnarbýlisá skiptu löndum, en eftir að Tungumúlaland hefur verið sameinað Haga gilda gömlu mörk Tungumúla. Að ofan er eins og vötnum hallar að Hagalandi. Að utan til móts við Múlana, bein lína úr Háskershaus í Leitismýri, þaðan fram neðstu fjárgötur fram í Fossa, sem eru í Hagaá, nálægt upptökum hennar í Hagafelli. Hagi á land að sjó. Útsker sem fylgja Haga eru Hagadrápssker og Flataflaga voru nytjuð egg og selur. 
Jörðin Grænhóll hér í elstu heimildum nefnd "Hagi hinn minni"
Jörð sem á land að sjó og er óskipt úr landi Haga. Grænhóll er nú án húsakostst.
Víðáttumiklar hlunnindajarðir jarðir með glæsilegu útsýni. Hlunnindi m.a. lax og silungsveiði. Móra 50% Arnarbýla 100% og Hagaá 100%. Einnig  gæs og rjúpa. Töluverð skógrækt nú þegar, borhola með miklu vatni um 20 gráðu heitu. Ljósleiðari.
Ótal  möguleikar t.d. í ferðaþjónustu. Heildarlandstærð jarðanna eru um 7 þúsund hektarar.
Sauðeyjar, í norðvesturhluta Vestureyja, eru hinar einu þeirra, sem heyrðu ekki til Flateyjarhreppi. Þar er eitt sumarhús. Ingjaldur Sauðeyjargoði er nefndur í Laxdælu. Síðan er lítið vitað um byggð í Sauðeyjum fram undir aldamótin 1700. Líklega var búið í Sauðeyjum alla 18. og 19. öld og allt fram til 1930. Eggert Ólafsson bjó þar um tíma um miðja 18. öld, áður en hann fluttist til Hergilseyjar. Heimaeyjan og næstu úteyjar liggja í réttan hálfhring líkt og barmur sokkins eldgígs, u.þ.b. ½ km í þvermál og opnast til austurs. Heimaeyjan er á norðurendanum og stærsta úteyjan, Þórisey á suðurendanum. Aðrar úteyjar eru m.a. Háey og Skarfey en Kiðhómar eru lengra til vesturs. Norðaustan heimaeyjarinnar eru m.a. Rauðsdalshólmar og Æðarsker. Byggðin og túnið á heimaeyjunni var á vesturenda hennar og lendingin niður undan gamla bæjarstæðinu á sunnanverðri eyjunni. Sauðeyjar fóru fyrstar Vestureyja í eyði, ef Stagley er undanskilin. Bændur í Haga hafa nýtt Sauðeyjar síðan þær fóru í eyði.
Jarðirnar eru seldar án bústofns véla og án framleiðsluréttar.
TILBOÐ ÓSKAST.

Tilvísunarnúmer 10-2657
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: 
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is fasteignir.is mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is  
           
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur