Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Helgi Steinar Halldórsson
Vista
svg

242

svg

210  Skoðendur

svg

Skráð  21. apr. 2024

fjölbýlishús

Hulduholt 2 - 201

603 Akureyri

83.895.000 kr.

850.000 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2527505

Fasteignamat

4.800.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2024
svg
98,7 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

Kasa fasteignir - 461-2010

Hulduholt 2 íbúð 201 - Virklega glæsileg og vönduð 98,7 fm 3 herbergja íbúð á annari hæð í suður enda í nýju fjölbýli í Holtahverfi - frábært útsýni er úr eigninni.
Bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni.


Íbúðin er 88,4 fm, 3 herbergja og samanstendur af inngangi, gangi, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhúsi, stofu, hjónaherbergi og barnaherbergi.
 - Íbúðinni fylgir 10,3 fm geymsla í kjallara (0005), svalir til austurs (0209 – 6,8 m2) og aðrar til norðurs (0218 – 3,0 m2).
 - Eigninni fylgir hluti í sameign, samkvæmt kaflanum um sameign.
 - Í bílakjallara fylgir eigninni eitt bifreiðastæði merkt B02.
 - Birt flatarmál séreignar er 98,7 m2.

** ATH Tölvuteiknaðar myndir eru einungis til viðmiðunar **
** Allar nánari upplýsingar og teikningar má fá á skrifstofu okkar **


Skilalýsing fjölbýlishúss við Hulduholt 2

Húsið er úr krosslímdu timbureiningum, einangrað að utan og klætt með alubond álklæðningu. 
Bílastæði:  Eitt stæði fylgir hverri íbúð í bílakjallara og sameiginleg stæði á malbikuðu bílaplani framan við hús.
Lyftur: Lyftur frá Héðinn/Schindler er í báðum stigahúsum. 
Kjallari: Hjóla- og vagnageymsla er með steyptu gólfi með epoxy. Geymslur eru með loftræstar og er epoxy á gólfum.
Stigahús: Flísar eru á gólfum á jarðhæð teppi á stigum og stigapöllum. Hönnun stigahúsa er hlý og heimilisleg. Í stigahúsum er hljóðdúkur í loftum og innfeld lýsing.
Forstofa: Í forstofu eru fataskápar og flísar á gólfum.
Baðherbergi: Baðinnréttingar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt verður að velja úr ljósri og dökkri eik. Þrýstiopnun á innréttingu. Bekkplata úr steini. Spegill við innréttingu innfeld lýsing. Flísar á veggjum og gólfi. Vegghengt klósett, glerveggir í sturtu, innfeld blöndunartæki af vandaðri gerð. Hljóðdúkur í lofti innfelld lýsing.
Eldhús: Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik. Bekkplötur eru úr stein.  Skúffubrautir, hengsli eru af viðurkenndri og vandaðri gerð. Þrýstiopnun á innrétingu. Í eldhúsinnréttingu er svart keramikhelluborð með innbygðri viftu, bakaraofn,sambyggður bakarofn/örbylgjuofn, innbyggður ísskápur með fristihólfi innbyggð uppþvottavél og stálvaskur. Hljóðdúkur í lofti innfeld lýsing.
Herbergi: Skápar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik.Þrýstiopnun á skápum. Í herbergjum vinilparket með fiskibeinamunstri. Hljóðdúkur í lofti innfeld lýsing.
Þvottahús: Í þvotthúsi er þvottatækjainnrétting. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik. Þrýstiopnun á innréttingu. Í þvottahúsi er skolvaskur úr stáli. Flísar á gólfi. Hljóðdúkur í lofti innfeld lýsing.
Innihurðir: Eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik. Innfelldar lamir í hurðum.
Upphitun: Íbúðirnar eru með gólfhita en í bílakjallara eru vatnshitablásarar. 
Loftskiptakerfi: Loftskiptakerfi er í öllum íbúðum.
Raflögn: Öll raflögn er fullfrágengin þ.e. tengt í allar dósir og rofar komnir á sinn stað. Síma- og sjónvarpslagnir í stofurými og herbergjum. Kappalýsing er á baðherbergi og allrými, einnig fylgja loftljós í þvottahúsi og baðherbergi. Reiknað er með lögn fyrir hleðslustöð í bílastæði.
 
Íbúðir verða tilbúnar til afhendingar í Haust 2024

Byggingaraðili er Húsheild/Hyrna

Nánari upplýsingar veita:
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
 
 

img
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Kasa fasteignir
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone
img

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri