Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Maríus Sævar Pétursson
Erla María Guðmundsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2018
svg
182,4 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Sólvelli 4, Bláskógabyggð.
 
Um er að ræða glæsilegt 122 fm. 4ja herbergja sumarhús ásamt 30 fm. gestahúsi og 15 m2 geymsluskúr samt 167 m2 sem stendur á u.þ.b. 5267 fm. eignarlóð.
Sumarhúsið skiptist í anddyri, hol, þvottahús, geymslu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, eldhús, borðstofu/stofu, milliloft með setustofu og bar.
Gestahúsið skiptist í eitt svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús og baðherbergi.
Geymslan er með hita og rafmagni.
Viðarpallur er umkringdur báðar eigninar. Þar er setusvæði með frábæru útsýni og heitur pottur.
 
Nánari lýsing:

 
Komið er inn í anddyri með harðparket á gólfi.
Þvottahús/geymsla hefur parket á gólfi.
Svefnherbergin eru 3 talsins, öll parketlögð. Stór fataskápur er í hjónaherbergi.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum, góð baðherbergisinnrétting, sturta og handklæðaofn. Þar er útgengt út á sólpall þar sem er heitur pottur.
Alrýmið skiptist í eldhús, borðstofu og stofu sem eru í opnu björtu rými með parket á gólfi. Þar er útgengt út á sólpall með setuaðsöðu með fallegu útsýni. Í stofunni er stigi uppá milliloft þar sem er setustofa, eitt svefnherbergi og bar með útsýni.
 
Nánari lýsing á Gestahúsi:
 
Alrýmið skiptist í eldhús, stofu/borðstofu með parket á gólfi í opnu björtu rými. Gólfsíður gluggi er í stofunni.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, sturta og góð innrétting.
Svefnherbergið hefur parket á gólfi og gólfsíðum glugga.
Vinnuskúr að aftan með hita og rafmagni.
 
Útigeymsla er að framan, þar er einnig tæknirými.

Kaldur geymsluskúr fyrir fjórhjól er við húsið sem er ekki með í fermetrum húsins.
 
Innkeyrslan er stór með möl, þar er útiskúr sem notaður er undir Fjórhjól ofl.
 
Eignin er stendur á eignarlóð sem er um 5267 fm. að stærð með fallegri náttúru allt um kring.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50 eða á netfanginu es@es.is og í síma 420-4050

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Eignamiðlun Suðurnesja

Eignamiðlun Suðurnesja

Hafnargata 50, 230 Reykjanesbæ
phone
Eignamiðlun Suðurnesja

Eignamiðlun Suðurnesja

Hafnargata 50, 230 Reykjanesbæ
phone