Lýsing
Glæsilegt 16 hesta hús (8 stíur), á félagssvæði Borgfirðings Borgarnesi. Húsið er sérlega vandað og rúmgott að allri gerð. Tvö stór sérgerði fylgja húsinu. Frábærar reiðleiðir og staðsetning hússins góð, góð aðkoma og bílastæði. Hiti í gólfi og öllum stíum.
Húsið er endahús sem skiptist í tvær hæðir:
Neðri hæð: Hesthús. Hesthúsið er innréttað á vandaðan máta fyrir 16 hesta (8x2hestastíur), afar rúmgott miðrými fyrir álagningu og vinnuaðstöðu. Innangengt er á tveimur stöðum inn í húsið, beint inn í hesthúsið og svo inn í rúmgóða forstofu sem leiðir annars vegar upp á kaffistofu og hins vegar inn í hesthús. Innréttingar í hesthúsi eru úr galvaniseruðu stáli og plasti. Í forstofu er sturta.
Á efri hæð: Kaffistofa. Innangengt er í forstofu á neðri hæð þar sem hringstigi liggur upp á kaffistofu. Rúmgóð kaffistofa með eldhúsi og baðherbergi. Stór gluggi er á kaffistofunni með góðu útsýni.
Húsið einangrað og klætt að utan með járni. Tvö mjög stór sérgerði fylgja húsinu. Hitaveita. Laust strax.
Stutt er í stóra góða reiðhöll á svæðinu og beitarhólf sem Borgfirðingur úthlutar.
Frábært hús sem myndi henta bæði sem frábært áhugamannahús og atvinnuhús fyrir til dæmis hestaleigu, reiðskóla eða annað atvinnutengt.
Engin hestaleiga eða reiðskóli er starfræktur á svæðinu þannig að tækifærin eru mikil.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.