Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
einbýlishús

Hafnarstræti 4

600 Akureyri

69.900.000 kr.

584.448 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2146839

Fasteignamat

54.250.000 kr.

Brunabótamat

62.350.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1892
svg
119,6 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Hafnarstræti 4 - Fallegt 5 herbergja einbýli á eignarlóð í Innbænum á Akureyri - samtals 119,6 m² auk 50 m² geymslu í kjallara.

Húsið er með skráð byggingarár 1892 og er eitt af hinum fallegu gömlu uppgerðu húsum sem setja svip sinn á Innbæinn.  Húsið er á einni hæð, með lágum kjallara undir og háu risi með tveimur stórum kvistum.

Húsið skiptist þannig að á hæðinni er forstofa, eldhús, borðstofa, baðherbergi og þvottahús. 
Í risi er baðherbergi, þrjú svefnherbergi og sjónvarpshol. 
Í kjallara er um 50 m² óskráð geymsla með lágri lofthæð.

Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með dúk á gólfi.
Eldhús er með verkuðum gólffjölum og þaðan er útgangur á pall til vestur. Snyrtileg hvít eldhúsinnréttingu, uppþvottavél í innréttingu fylgir með við sölu.
Borðstofa er með gólfborðum en rýmið gæti einnig nýst sem svefnherbergi eða stofa.
Baðherbergin eru tvö, bæði með dúk á gólfi.  Á neðri hæð er baðkar með sturtutækjum og á efri hæð er sturta.
Svefnherbergin eru þrjú á efri hæðinni, öll eru þau með parket á gólfi. Í einu herbergjanna er fataherbergi og útgangur á svalir til vesturs.
Sjónvarpshol er á efri hæð og þar eru gólffjalir.

Kjallarinn undir húsinu er óskráður í heildarfermetrafjölda hússins.  Flísar eru þar á gólfum og lítil lofthæð en nýtist vel sem geymsla.  Innangengt er í kjallarann en einnig er útgangur úr kjallarnum til norðurs að bílaplani.

Lóðin er eignarlóð og norðan við húsið er hellulagt bílaplan, grasflöt vestan við húsið og góður sólpallur.  Á sólpallinum er geymsla/geymsluskúr.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
3. des. 2021
34.700.000 kr.
46.000.000 kr.
119.6 m²
384.615 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone