Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurfinnsson
Loftur Erlingsson
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Steindór Guðmundsson
Vista
einbýlishús

Hásteinsvegur 24

825 Stokkseyri

94.700.000 kr.

460.827 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2199643

Fasteignamat

70.000.000 kr.

Brunabótamat

92.700.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1987
svg
205,5 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu: Virkilega snyrtilegt, stórt og rúmgott 5 herbergja einbýlishús 152,8 fm ásamt sambyggðum 52,7 fm bílskúr, samtals 205,5 fm. Húsið er byggt árið 1987 úr timbri, klætt með steni og járn á þaki. Stór sólpallur með skjólgirðingu og heitum potti. Lóð er stílhrein, að mestu drenmól og timburpallar og bílaplan er malbikað og lítið garðhús/skýli. Hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og á undanförnum árum mikið endurnýjað.  

Nánari lýsing.
Forstofa með góðum fataskáp. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu, öll með fataskápum. Sjónvarpshol með vegghengdum sjónvarpsskenk. Bjart og stílhreint eldhús með endurnýjaðri innréttingu. Rúmgóð stofa og borðstofa með uppteknu lofti og gönguhurð út á sólpall. Endurnýjað baðherbergi með innréttingu, upphengt wc, handklæðaofn og sturta með glervegg. Á baðherbergi eru Fibo veggplötur, flísar á gólfi og gönguhurð út á pall. Þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnsluhæð og gönguhurð út á lóð. Innangengt er í rúmgóðan flísalagðan bílskúr með uppteknu lofti og innst í honum er afstúkuð geymsla. Inn af forstofu er gert ráð fyrir gestasalerni og allar lagnir til staðar en í dag er það rými notað sem fataherbergi.
Garðurinn er snyrtilegur og gert er ráð fyrir snjóbræðslu í bílaplani. 

Endurbætur sem gerðar hafa verið á húsinu á undanförnum ca 10 árum eru þær helstar að húsið er nýlega málað að utan og skipt var um járn á þaki ásamt pappa, þakkanti og rennum. Gluggar/gler endurnýjað og gólfhiti fræstur í plötu sem stjórnað er með digitalstýringum. Að innan eru gólfefni að stærstum hluta endurnýjuð, loftaklæðning, eldhús og baðherbergi.

Í alla staði stórt og rúmgott fjölskylduhúsi, á góðum stað sem hefur fengið gott viðhald og endurbætur í gegnum tíðina.

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"   
    
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
 

HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum, Hlíðasmára 2 Kópavogi
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum, Hlíðasmára 2 Kópavogi