Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Arnar Birgisson
Lína Rut Olgeirsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Bergþóra Höskuldsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 1934
svg
572,3 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Eignaver 460-6060

Brautarhóll, Svalbarðsstrandarhreppi.
64 hektara jörð á frábærum útsýnisstað gengt Akureyri. Miklir möguleikar á ýmiss konar starfsemi.

Nanari lýsing.
Þriggja herbergja einbýlishús, efri hæð og kjallari ásamt stóru viðbótarrými sem eftir á að innrétta. Einnig eru á jörðinni fjárhús, stór geymsla ( áður fjós ) og hlaða með áföstu húsi fyrir súgþurrkun.
Húsin standa á frábærum útsýnisstað í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.  Jörðin er um 64 hektarar að stærð, þar af ræktað land 11,4 ha., húseignirnar eru samtals 572,3 fm..


Nánari lýsing:
Einbýlishúsið er 140,5 fm., kjallari og hæð.
Forstofa, gengið inn að austan, flísar á gólfi, fatahengi og fataskápur. Úr forstofu er gengið inn í óinnréttað rými sem búið er að teikna upp og skipuleggja.
Stigi upp á efri hæð og niður í kjallara er teppalagður.
Efri hæð er eitt rými og þar eru stofa og eldhús. Öll hæðin var endurnýjuð 2018, þá voru gluggar endurnýjaðir, gólfefni og loftaklæðning.
Innfelld lýsing og hiti í gólfum. Frábært útsýni.
Eldhúsinnréttingin er hvít með dökkum bekkjum, frá Ikea borðplötur frá Fanntófell. Span helluborð og vifta með útsogi, sjálfhreinsandi bakarofn og annar ofn í eyju sem er bæði bakarofn og örbylgjuofn.
Stór eyja með miklu geymslurými, ljósastýring fyrir rýmið er í eyjunni.
Kjallari
Komið niður í hol með flísum á gólfi.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, vegghengt wc og sturta. 
Tvö svefnherbergi eru í kjallara, flísar á gólfum og fataskápar.
Þvottahús, rúmgott þvottahús með flísum á gólfi og hillum. Þar eru lagnainntök og hitagrind fyrir gólfhita.
Gólfhiti er í öllu húsinu utan forstofu og þvottahús, innfelld lýsing að mestu.
Lítil geymsla undir stiga.
Útgönguhurð úr kjallara liggur inn í óinnréttaða rýmið sem áfast er íbúðarhúsinu.

Óinnréttað rými áfast húsinu - skráð geymsla 53,9 fm.
Búið er að teikna rýmið sem viðbyggingu við íbúðarhúsið, þar er gert ráð fyrir svefnherbergjum og baðherbergi ásamt úgöngu út á
stóran steyptan pall sem snýr til vesturs.
Gluggar og hurð í vesturhlið hafa verið endurnýjuð og fylgja með gluggar og hurð í austurhlið hússins í sama stíl sem eftir á að setja í.
Búið er að leggja lagnir að rýminu bæði fyrir hita og neysluvatn sem gert er ráð fyrir að tengja við lagnainntak og hitakerfi í þvottahúsi. Einnig er búið að leggja hitalögn út í verönd þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Lagnir eru ótengdar.
Lagnir fyrir baðherbergi lagðar í gólf og ný skolplögn er tengd við rotþró.
Þak var endurnýjað 2020.
Undir þessu rými er manngengur kjallari með moldargólfi sem nýta má sem lagnarými.

Aðrar byggingar;
Fjárhús með áburðarkjallara, 122.4 fm., byggt 1957. Hlaðið úr holsteini, þak upprunalegt. Kalt vatn og rafmagn.
Geymsla (áður fjós), 110,6 fm., steinsteypt, klætt innan. Steypt gólf, kalt vatn og rafmagn. Þak upprunalegt.
Hlaða, 131,8 fm., steinsteypt, stór nýleg iðnaðarhurð til suðurs. Rafmagn og kalt vatn. Þak upprunalegt.
Súgþurrkun/blásarahús - 13,1 fm., áfast hlöðu, steinsteypt.

Annað:
- Steyptar stéttar við húsið, á austur- suður og vesturhlið.
- Lítill gróðurskáli fyrir aftan einbýlishúsið er ekki inní skráðum fermetrum.
- Einbýlið er einangrað og klætt að utan með álklæðningu að undanskilinni vesturhlið.
- Þak á einbýlishúsinu hefur verið endurnýjað.
- Stutt frá Akureyri, frábært útsýni til allra átta.

- Húseignin er í einkasölu hjá Eignaveri fasteignasölu ehf. 

Nánari upplýsingar veita:
Begga           s: 845-0671   / begga@eignaver.is
Arnar             s: 898-7011   / arnar@eignaver.is
Tryggvi          s: 862-7919   / tryggvi@eignaver.is

 

Eignaver fasteignasala ehf

Eignaver fasteignasala ehf

Hafnarstræti 97 (krónan), 600 Akureyri
phone
Eignaver fasteignasala ehf

Eignaver fasteignasala ehf

Hafnarstræti 97 (krónan), 600 Akureyri
phone