Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Guðmundsson
Berglind Jónasardóttir
Greta Huld Mellado
Vista
sumarhús

Jódísarstaðir 1

641 Húsavík

23.500.000 kr.

476.673 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2164612

Fasteignamat

17.800.000 kr.

Brunabótamat

23.600.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1987
svg
49,3 m²
svg
1 herb.
svg
1 svefnh.

Lýsing

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Jódísarstaðir 1 - sumarhús 

Um er að ræða sumarbústað á 1,3 ha. eignarlóð við rætur Mánafells við Skjálfandafljót í Aðaldal í um 40 mín akstursfjarlægð frá Akureyri ef farið er um Vaðlaheiðagöng. Lóðin er skógi vaxinn og stendur bústaðurinn í fallegu rjóðri. Ágætt bílastæði er við bústaðinn sem rúmar hið minnsta þrjá bíla. Þá er malarvegur frá þjóðvegi að frekar stuttum afleggjara upp að bústað. Ástand hans er gott. 


Húsið skiptist í forstofu þar er dúkur á gólfi og opið fatahengi.
Baðherbergi er með dúk á gólfi, sturtuklefa, salerni og vask.
Svefnherbergi með parket á gólfi og fataskáp. 
Eldhús sem er opin við stofu en þar er harðparket á gólfum, góð hvít innrétting með bakaraofn í vinnuhæð. Útgengt er á timburverönd úr stofu.
Úr stofu er uppgengt á svefnloft sem er yfir hluta en að öðru leiti eru upptekin loft. 

Útisvæði er skemmtilegt en þar er neðri pallur með saunaklefa, geymsluskúr og heitum potti. Heiti potturinn er bilaður og líklega ónýtur. Sunnan við pallinn er falleg rjóður. 

Ekki þarf að fjölyrða mikið um glæsilega nátturufergurð á svæðinu en allt í kringum bústaðinn er mikill skógur og því kyrrðin og næðið með eindæmum gott. 
Vatnslind sem sinnir þörfum hússins eins og það er notað í dag er ofar í hlíðinni. Húsið er kynnt með rafmagnsofnum. Timburverk á palli og víðar er orðið lélegt og þarfnast viðhalds. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. apr. 2008
4.460.000 kr.
1.500.000 kr.
49.3 m²
30.426 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone