Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Haukur Halldórsson
Árni Björn Erlingsson
Upplýsingar
svg
Byggt 2016
svg
231 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

***BAUGALUNDUR 10 - AKRANESI***   
 
FASTEIGNALAND og Ólafur Sævarsson lögg.fasteignasali kynna: Mjög fallegt og vandað 231 m2 einbýlishús á einni hæð á góðum stað við Baugalund á Akranesi með góðum sólpalli m/ heitum potti. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, gestasalerni, stofu/borðstofu, eldhús, þvottahús, hjónaherbergi - með fataherbergi,  þrjú góð barnaherbergi og rúmgóðan bílskúr með góðu geymsluloftir.  Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 184.7 m2 auk 46,3 m2 bílskúrs. Bílaplan steypt með hitalögn.
 

Nánari lýsing:

Forstofa: Parket á gólfi og stór og góður fataskápur. Innangengt er í bílskúr úr forstofu.
Eldhús: Parket á gólfi, stór og mikil innrétting með miklu skápa plássi og stórri eyju. Góð tæki, 2 ofnar (annar líka örbylgjuofn) tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél. 
Stofa/borðstofa: Rúmgóð stofa sem og borðstofa í sama rými og eldhús. Góð loft hæð og stórir gluggar.  Parket á gólfi. Góð rennihúrð úr stofu út á lóð þar sem er timbur verönd að hluta. 
Hljóðdúkur í stofu með innfelldri lýsingu.
Gestasalerni: Gott flísalagt gestasalerni með fallegri innréttingu og walk in sturtu.
Herbergisgangur með parket á gólfi með góðri lofthæð og hljóðdúk að hluta.
Hjónaherbergi: Rúmgott með parket á gólfi og með fataherbergi inn af. Gengið er út á pall þar sem heiti potturinn er í gegnum rennihurð.
Svefnherbergi I:  Rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi. Góðir fataskápar.
Svefnherbergi II: Rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi. Góðir fataskápar.
Svefnherbergi III: Gott svefnherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi:, Flísar á gólfi og veggjum, falleg svört innrétting og skápar. Baðkar og walk in sturta,  upphengd salerni handlæðaofn og gluggi á baðherbergi. Hurð út á pall þar sem heiti potturinn er.
Þvottahús: Gott flísalagt þvottahús með góðri innréttingu. Gluggi í þvottahúsi.
Bílskúr:  Gengið er inn í stóran og rúmgóðan bílskúr úr forstofu. Epoxy á gólfi og gott millioft. Góðir skápar og hillur í bílskúr. Einnig er útgönguhurð á hlið bilskúrs.
Bílaplan er steypt með hitalögn (hitalögn ekki tengt)

Garður er vel hirtur og góður með timburpalli að hluta og góðum skjól girðingum.

Gólfhiti í eigninni.
Allar innréttingar og fataskápar eru frá Brúnás. Allar innihurðir eru x-tra háar og eru frá Birgisson.
Free at home kerfi í húsinu sem stjórnar ljósum ofl.


Um er að ræða virkilega fallegt og vel skipulagt einbýlishús á þessum rólega og fallega stað á Akranesi. Stutt í leikskóla, golfvöll, og skógræktina.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Sævarsson löggiltur fasteignasali / s.820-0303 / olafur@fasteignaland.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. FASTEIGNALAND fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.