Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1983
68,8 m²
4 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Sólberg - Fallegt sumarhús á gróðurvaxinni útsýnislóð í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Eignin samanstendur af tveimur timburhúsum sem byggð voru árið 1983 og 2006.
Eldra húsið (aðalhúsið) er skráð 41,2 m² að stærð og skiptist í forstofu, baðherbergi, herbergi, eldhús og stofu á hæð auk herbergis í risi. Yngra húsið er skráð 27,6 m² og skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús og rúmgott herbergi með lítilli eldhúsinnréttingu.
Húsið hefur verið í skammtímaleigu og með er gistileyfi, og selst með öllum húsbúnaði og tilbúið til áframhaldandi reksturs.
Aðalhús.
Forstofa er með með flísum á gólfi.
Baðherbergi er með harðparketi á gólfi og fibo trespo plötum á veggjum. Nýleg sturta og opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Stofa og eldhús eru í einu opnu rými og á því eru stórir gluggar til vesturs. Harðparket er á gólfum og loft tekin upp - mikil lofthæð. Í eldhúsi er nýleg svört innrétting með vaska og tækjum í stíl.
Svefnherbergin eru tvö í húsinu og bæði með parketi. Herbergi á neðri hæð er rúmgott og með glugga til austurs. Herbergið í risinu er einnig með glugga til austurs og uppí það er farið um stiga úr stofu.
Útgangur er vörönd til vestur úr stofu og til suðurs úr forstofu.
Gestahús
Forstofa og gangur er með harðparket á gólfi.
Baðherbergið er með harðparketi á gólfi, ljósum skáp undir vaska, upphengdu wc og sturtu. Flísar eru á veggjum og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergið er rúmgott og þar er harðparket á gólfi og loftin tekin upp. Svört nýleg innrétting með vaska og tækjum í stíl.
Þvottahúsið er með harðparketi á gólfi.
Rúmgóð timburverönd er með suður og vesturhlið hússins og nyrst á henni er heitur pottur með gler skjólveggjum í kring. Potturinn er rafmagnspottur og er bilaður.
Lóðin umhverfis húsið er stór eða 8.373 m² að stærð og er vel gróin og gróðri vaxin. Húsið stendur hátt og útsýnið er mikið.
Eignin er töluvert endurnýjuð og eftirfarandi framkvæmdir hafa verið gerðar á eigninni á síðustu tveimur árum:
- Skipt um framhlið á aðalhúsi
- Panelklædd bakhlið á aðahúsi
- Fram og bakhliðar á gestahúsi klæddar nýjum panel
- Gestahús innréttað, veggir klæddir með gifsi, nýtt parket, nýir gluggar á bakhlið, ný eldhúsinnrétting og tæki, ný þvottavél með innbyggðum þurrkara
- Baðherbergi í aðalhúsi endurnýjað, ný sturta og veggir klæddir með fibo trespo plötum,
- Ný gólfefni í báðum húsum
- Nýjar innréttingar og tæki í báðum húsum.
- Bæði hús eru nýmáluð að innan
Annað
- Mest allur húsbúnaður og tæki eru nýleg.
- Nýtt Weber grill er á pallinum.
- Öll skilyrði gistileyfis eru uppfyllt s.s. neyðarljós, neyðarstigi, sett upp kort af flóttaleiðum, slökkvitæki ofrv.
- Neysluvatn kemur úr sér vatnsbóli úr landi Sólberg.
- Tveit hitakútar sjá húsunum fyrir heitu vatni og eru staðsettir í rými í gestahúsi.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Sólberg - Fallegt sumarhús á gróðurvaxinni útsýnislóð í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Eignin samanstendur af tveimur timburhúsum sem byggð voru árið 1983 og 2006.
Eldra húsið (aðalhúsið) er skráð 41,2 m² að stærð og skiptist í forstofu, baðherbergi, herbergi, eldhús og stofu á hæð auk herbergis í risi. Yngra húsið er skráð 27,6 m² og skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús og rúmgott herbergi með lítilli eldhúsinnréttingu.
Húsið hefur verið í skammtímaleigu og með er gistileyfi, og selst með öllum húsbúnaði og tilbúið til áframhaldandi reksturs.
Aðalhús.
Forstofa er með með flísum á gólfi.
Baðherbergi er með harðparketi á gólfi og fibo trespo plötum á veggjum. Nýleg sturta og opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Stofa og eldhús eru í einu opnu rými og á því eru stórir gluggar til vesturs. Harðparket er á gólfum og loft tekin upp - mikil lofthæð. Í eldhúsi er nýleg svört innrétting með vaska og tækjum í stíl.
Svefnherbergin eru tvö í húsinu og bæði með parketi. Herbergi á neðri hæð er rúmgott og með glugga til austurs. Herbergið í risinu er einnig með glugga til austurs og uppí það er farið um stiga úr stofu.
Útgangur er vörönd til vestur úr stofu og til suðurs úr forstofu.
Gestahús
Forstofa og gangur er með harðparket á gólfi.
Baðherbergið er með harðparketi á gólfi, ljósum skáp undir vaska, upphengdu wc og sturtu. Flísar eru á veggjum og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergið er rúmgott og þar er harðparket á gólfi og loftin tekin upp. Svört nýleg innrétting með vaska og tækjum í stíl.
Þvottahúsið er með harðparketi á gólfi.
Rúmgóð timburverönd er með suður og vesturhlið hússins og nyrst á henni er heitur pottur með gler skjólveggjum í kring. Potturinn er rafmagnspottur og er bilaður.
Lóðin umhverfis húsið er stór eða 8.373 m² að stærð og er vel gróin og gróðri vaxin. Húsið stendur hátt og útsýnið er mikið.
Eignin er töluvert endurnýjuð og eftirfarandi framkvæmdir hafa verið gerðar á eigninni á síðustu tveimur árum:
- Skipt um framhlið á aðalhúsi
- Panelklædd bakhlið á aðahúsi
- Fram og bakhliðar á gestahúsi klæddar nýjum panel
- Gestahús innréttað, veggir klæddir með gifsi, nýtt parket, nýir gluggar á bakhlið, ný eldhúsinnrétting og tæki, ný þvottavél með innbyggðum þurrkara
- Baðherbergi í aðalhúsi endurnýjað, ný sturta og veggir klæddir með fibo trespo plötum,
- Ný gólfefni í báðum húsum
- Nýjar innréttingar og tæki í báðum húsum.
- Bæði hús eru nýmáluð að innan
Annað
- Mest allur húsbúnaður og tæki eru nýleg.
- Nýtt Weber grill er á pallinum.
- Öll skilyrði gistileyfis eru uppfyllt s.s. neyðarljós, neyðarstigi, sett upp kort af flóttaleiðum, slökkvitæki ofrv.
- Neysluvatn kemur úr sér vatnsbóli úr landi Sólberg.
- Tveit hitakútar sjá húsunum fyrir heitu vatni og eru staðsettir í rými í gestahúsi.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
26. ágú. 2022
14.300.000 kr.
30.000.000 kr.
68.8 m²
436.047 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024