Lýsing
Húsið sem er að mestu á einni hæð skiptist í anddyri, fatahengi, stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, hjónaherbergi með sér baðherbergi, eldhús, gestasalerni, þvottahús, herbergi og vinnustofu. Á efri hæð eru tvö barnaherbergi, baðherbergi og hol með lítilli eldhúsinnréttingu. Lóðin er gróin með afgirtum garði og verönd. Allar gangstéttar og bílastæði eru með snjóbræðslu.
Nánari lýsing: Við inngang er rúmgott anddyri með lokuðu fatahengi og gestasnyrtingu. Þar er fallegt steinlagt, slípað gólf úr graníti, sem tekur við af samskonar granítsteini í gangstíg að húsinu. Stór borðstofa og stofa með gegnheilu Iroko-parketi lagt í fiskibeinamunstur. Ofnar eru faldir í gólfi með rist yfir. Út frá stofunni er stór rennihurð úg á aflokaða timburverönd. Hol sem tengir stofur og eldhús er nýtt að hluta sem vinnuaðstaða. Úr holinu er gengið í sjónvarpherbergi sem einnig er lagt gegnheilu Irako-parketi (má breyta í 1-2 barnaherbergi). Þar innaf er hjónaherbergi með samskonar parketi og fallegum gamaldags ofni. Innaf hjónaherbergi er rúmgott baðherbergi og fataherbergi. Bæði sturta og baðkar eru í baðherbergi, marmari á veggjum. Úr hjónaherbergi er útgengi á afgirta, lokaða timburverönd, sömu og út frá stofunni. Eldhús er með hvítri innréttingu, granítborðplötu og ágætum borðkró. Á gólfi er granít, hægt að ganga inn í eldhús bæði úr anddyri og úr borðstofu/holi. Sér gangur með gestasalerni. Rúmgott þvottahús með útgengi út á lóðina, geymsla er innaf þvottahúsinu. Í anddyri er parketlagður stigi upp á efri hæð, þar er nýbygging sem byggð var ofan á fyrrum bílskúr. Þar er komið inn í hol með lítilli innréttingu með innbyggðum ísskáp, borðplata úr slípuðu grágrýti, einnig er lítið barborð úr slípuðu grágrýti. Úr þessu holi er gengið út á suðursvalir með útsýni. Tvö mjög stór, parketlögð herbergi með góðum skápum. Baðherberbergi er lagt mosaíkflísum í hólf og gólf. Þar er sturta, afstúkuð með grágrýtisfleka, borðplata úr sama efni. Af efri hæðinni er sérsmíðuð renna fyrir órheinan þvott niður á neðri hæðina. Bílskúrinn er í dag innréttaður sem tvö stór herbergi, annað nýtt sem svefnherbergi, hitt sem vinnustofa, á gólfum er gólfdúkur. Auðvelt er að breyta bílskúrnum aftur í upprunaleg not.
Lóð er 787 fm, gróin, með afgirtum suðurgarði sem hægt er að ganga út á bæði úr stofu og hjónaherbergi. Bílaplan og göngustígur að inngangi er lagt í bland með rauðum steini, timbri og tilhöggnum granítsteini. Allt grágrýti er íslenskur steinn. Húsið var mikið endurnýjað 1996 og byggt við á mjög smekklegan hátt. Arkitektar viðbyggingar voru Studio Granda. Gott hús i grunninn og vel vandað til verka, en kominn tími á almennt viðhald.
Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, finnbogi@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.