Lýsing
Bjarnhólastígur 12 er 7 herbergja vel skipulagt parhús á vinsælum stað, miðsvæðis í Kópavogi með góðri aðkomu, aukaíbúð í bílskúr og nýlegum geymsluskúr á framlóð, 9 fm. Eignin er skráð 182,7 fm. skv. fasteignaskrá HMS, húsið sjálft á tveimur hæðum er 145,3 fm auk bílskúrs/íbúðar sem er 37,4 fm.
Lýsing íbúðarhúss; Á jarðhæðinni er flísalögð forstofa með fatahengi. Nýlega uppgert baðherbergi er flísalagt með baðkari/sturtu, innréttingu og upphengdu salerni. Eldhús er flísalagt, fallega innréttað með miklu skápa-/geymsluplássi, góð vinnuaðstaða og bekkpláss, vönduð eldhústæki og tengt fyrir uppþvottavél, gluggar snúa til suðurs inn í garðinn. Stofurnar eru parketlagðar og samliggjandi í framhaldi af eldhúsinu, opið milli rýmanna og gott flæði. Gengið er út í skjólgóðan suðurgarð frá borðstofunni.
Efri hæð; einstaklega vel skipulögð með fimm herbergjum, þar af eru 4 þeirra rúmgóð en eitt þeirra er minna, það er notað sem geymsla í dag. Flest herbergjanna eru með lausum skápum sem geta fylgt. Baðherbergi er skemmtilega innréttað með Fibo baðplötum og korkflísum frá Þ.Þorgrímssyni og co. Þar er tengt fyrir þvottavél og ágæt aðstaða til að þurrka þvott. Geymsluris er að hluta yfir efri hæðinni. Gólfefni: Parket nema flísar í anddyri, baðherbergjum & eldhúsi.
Bílskúrinn er sérstæð bygging frá árinu 2000, þar er nú nýlega innréttuð á smekklegan hátt björt og falleg íbúð með 2 parketlögðum herbergjum/rýmum, eldhúskrók og baðherbergi með tengingu fyrir þvottavél. Forstofa, eldhúskrókur og baðherbergi er flísalagt með gólfhita.
Húsið er í góðu ástandi og hefur verið vel hugsað um það með viðhaldi og endurnýjun.Fyrir framan húsið mót norðri er góður geymsluskúr, 9 fm. Falleg og góð aðkoma er að húsinu, næg bílastæði og hellulögð verönd með snjóbræðslu. Á bak við húsið er afar skjólgjóður suðurgarður með heitum potti. Opið og skemmtilegt leiksvæði er í næsta nágrenni með útileiktækjum. Einstaklega góð staðestning innst í rólegum botnlanga en miðsvæðis í Kópavoginum - stutt í verslun, þjónustu, öll skólastig og góðar samgöngur.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir lögg. fasteignsali í s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.