Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Óskar Sigurðsson
Þorsteinn Magnússon
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2007
svg
280,7 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna:
Glæsilegt og vel hannað einbýlishús sem stendur á 11.085 m2 eignarlóð í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð rétt utan við Selfoss. Húsið sjálft er skráð 200,4 m2, sambyggður bílskúr er 37m2 þar af. Að auki er við húsið 80,3m2 yfirbyggð verönd.
Tjarnabyggð er heilsársbyggð og sér sveitarfélagið Árborg um alla þjónustu s.s. viðhald vega, snjómokstur, skólaakstur, sorphirðu og tæmingu rotþróa.
Heimilt er að byggja alls 1.500 m2 af húsnæði á lóðinni. Reiðleiðir liggja í kringum Tjarnabyggðina og má segja að svæðið allt sé paradís fyrir nátturuunnendur.

Smelltu hér til að sjá yfirlitsmyndband

Húsið er timburhús klætt að utan með sléttri álklæðningu og lituðu timbri í bland, þakdúkur er á þaki.
Að innan skiptist húsið í; forstofu, þvottahús, 1 baðherbergi, gestasnyrtingu, 4 svefnherbergi, fataherbergi, stofu og eldhús auk sambyggðs 37 m2 bílskúrs.

Forstofan er flísalögð og þar er góður fataskápur.
Flísar eru á gólfi í gestasnyrtingu og þvottahúsi, góð innrétting er í þvottahúsi.
Herbergin eru öll parketlögð, fataskápar eru í barnaherbergjunum en innaf hjónaherbergi er fataherbergi með góðri innréttingu.
Baðherbergið er flísalagt en þar er snyrtileg innrétting, gólfsturta og baðkar.
Eldhús og stofa eru í opnu rými, í eldhúsi er snyrtileg innrétting með eyju og er parket á gólfi. Stofan er parketlögð þar er kamina. Rennihurð er út á verönd í rýminu.

Sólskálinn er með tveim rennihurðum og þrem harmonikkuhurðum sem hægt er að opna út í garðinn. Gluggastellið er úr áli. Að auki er búið að samþykkja byggingu á um 20m2 rými fyrir sauna og forrými. Heitur pottur er framan við veröndina og er lóðin í kringum húsið gróin.
Bílskúr er klæddur og málaður, epoxy er á gólfi.
Hellulögð innkeyrsla er framan við húsið.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga og í síma 894 2045 Þorsteinn.

Árborgir fasteignasala

Árborgir fasteignasala

Austurvegi 6, 800 Selfossi.
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
27. des. 2009
25.370.000 kr.
28.200.000 kr.
200.4 m²
140.719 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Árborgir fasteignasala

Árborgir fasteignasala

Austurvegi 6, 800 Selfossi.
phone