Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2015
101,3 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsilega þriggja herbergja íbúð með stórri suðurverönd og sér bílastæði í lokuðum bílakjallara í nýlegu lyftuhúsi í Lundi 21, Kópavogi. Íbúðin er skráð 101,3 fm að stærð, þar af íbúðarrými 94,5 fm og sérgeymsla 6,8 fm.Eignin skiptist í forstofu, svefnherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi, baðherbergi, þvottahús, rúmgott eldhús með eyju og stofu með útgengi á timburverönd.
Forstofa hefur flísar á gólfi ásamt fataskáp.
Þvottahús er innaf forstofu með innréttingu með vaski og tengi fyrir bæði þvottavél og þurkkara í vinnuhæð. Flísar á gólfi.
Barnaherbergi hefur parket á gólfi ásamt fataskáp.
Eldhús hefur eikarinnréttingu með góðu skápaplássi og eyju, parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi. Útgengt á verönd til suðurs með skjólveggjum.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum, snyrtileg eikarinnrétting með góðu skápaplássi ásamt walk-in sturtu.
Sérgeymsla er 6,8 fm í sameign og einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Sérmerkt bílastæði í upphitaðri bílageymslu fylgir eigninni, mjög rúmgott í endastæði.
Húsið er byggt árið 2015 af traustum byggingaraðila, BYGG, klætt að utan með áltré gluggum og því mjög viðhaldslítið. Vandaðar eikarinnréttingar, hurðir og skápar.
Frábær staðsetning, stutt er í alla helstu þjónustu og fallegar gönguleiðir í Fossvogsdal.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
29. ágú. 2016
39.200.000 kr.
45.000.000 kr.
101.3 m²
444.225 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024