Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1951
118,2 m²
4 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Stangarholt 12 en eignin telur 118,2 fm og er í dag skipt í tvær íbúðir í snyrtilegu húsi sem hefur fengið gott viðhald síðustu ár.Íbúð á 1.hæð er 3ja herbergja og íbúð í kjallara er 2ja herbergja, mjög góðar útleigueiningar.
Frábær staðsetning, þar sem stutt er í göngustíga við sjávarsíðuna, miðborg Reykjavíkur, skóla, leikskóla, Sundhöll Reykjavíkur, verslanir og þjónustu.
Vinsamlegast bókið skoðun hjá Magnúsi Þóri í síma 8951427 eða í tölvupósti magnus@eignamidlun.is
Nánari lýsing:
3ja herbergja íbúð á 1.hæð:
Gengið er upp tröppur í sameiginlegan stigagang með efri hæð.
Forstofa/gangur hefur parket á gólfi.
Eldhús hefur hvíta snyrtilegra innréttingu með miklu skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari og handklæðaofn. Snyrtileg snyrtileg hvít innrétting.
Svefnherbergin eru tvö og hafa bæði lausa fataskápa.
Í kjallara er lítil sérgeymsla.
2ja herbergja íbúð í kjallara:
Forstofa/gangur hefur parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott en það er flísalagt með sturtu, handklæðaofn og góðri innréttingu sem hefur tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi.
Stofa og eldhús eru í sama rýminu, lítil snyrtileg eldhúsinnrétting á einum vegg. Íbúðin er skráð sem geymslur á teikningum. Parket á gólfi.
Svefnherbergi hefur parket á gólfi og þar er rúmgóður fataskápur.
Helstu framkvæmdir að sögn seljenda síðustu ár:
2012 - Dren og frárennslu undir húsi endurnýjað.
2010 - Járn á þaki endurnýjað ásamt því að þakbitum var skipt út þar sem það þurfti. Einnig var þakkantur lagaður og skipt um rennur og niðurföll.
2022 - Allt múrverk yfirfarið, sprunguviðgerðir og húsið steinað. Þakgluggar og hurðir málaðar. Gluggakantar fylltir með múr og pússaðir.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. des. 2020
46.000.000 kr.
56.000.000 kr.
118.2 m²
473.773 kr.
6. des. 2012
21.550.000 kr.
26.150.000 kr.
118.2 m²
221.235 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024