Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1995
128,3 m²
4 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Bílastæði
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Eignamiðlun og Ólafur H. Guðgeirsson lgfs. kynna í sölu afar fjölskylduvæna mikið endurnýjaða íbúð á tveimur hæðum auk rýmis í risi við Lækjasmára 70 Kópavogi. Á neðri hæð er forstofa, hol, snyrting, stofa með svölum til suðurs, eldhús og þvottahús innaf eldhúsi, en á efri hæð eru þrjú herbergi og baðherbergi. Úr einu herbergi efri hæðar er stigi í mjög notalegt ris. Í kjallara er geymsla en eigninni fylgir einnig bílastæði í upphituðum bílakjallara. Húsið er svokallað „Permaform“ einingahús, sem reynst hafa mjög vel. Stutt í skóla, en leikskólinn Lækur og Smáraskóli eru skammt frá, og alla þjónustu í Smáralind og Smáratorgi. Íþróttasvæði Breiðabliks og Sporthúsið eru sömuleiðis í göngufæri.Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA rekstrarhagfræðingur, lgfs. í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu.
Smellið hér til að fá sent söluyfirlit.
Smellið hér til að senda póst á fasteignasala.
Gengið er upp tröppur utan á húsinu að íbúðinni, en húsið lítur vel út að utan og virðist hafa fengið gott viðhald. Komið er inn í forstofu með fataskáp, en af forstofu tekur við hol þar sem stigi upp á efri hæð, opið til stofu, snyrting og eldhús til hægri. Gluggi í stiga veitir mikilli birtu niður í holið, en þar sem íbúðin er í enda hússins eru gluggar í þrjár áttir, og íbúðin þess vegna mjög björt og vistleg. Stiginn er léttur og hleypir birtunni niður í holið. Gengt stiganum er endurnýjuð snyrting með vegghengdu salerni, flísalagt gólf og veggir. Stofan er rúmgóð, stór horngluggi setur mikinn svip á rýmið, gengið er úr stofu út á suðursvalir þar sem er nægt pláss fyrir grill og garðstóla. Eldhúsið er rúmgott, með borðkrók við glugga og stórri hvítri innréttingu með dökkri borðplötu, plássi fyrir tvöfaldan ísskáp sem auðvelt væri að breyta svo passi fyrir einfaldan ísskáp og kústaskáp, Husqvarna bakarofni og keramik helluborði, flísum á milli skápa og stórum glugga yfir vaski. Eldhúsið var endurnýjað fyrir 12 árum og er mjög vistlegt og fjölskylduvænt, eins og íbúðin öll. Þvottahús er innaf eldhúsi. Á allri neðri hæðinni er mjög fallegt parket með breiðum borðum, en skipt var um öll gólfefni árið 2021.
Stiginn er sem fyrr segir mjög bjartur og gangur efri hæðar sömuleiðis, en glugginn í stigahúsinu nær upp á milli hæða. Sama parket er á efri hæð og á neðri hæð. Baðherbergi efri hæðar var endurgert 2021 með afar smekklegum hætti, flísalagt með „subway“ flísum á veggjum og munstruðum flísum á gólfi, innrétting undir vaski, baðkar, sturta yfir baðkari, handklæðaofn og vegghengt salerni. Herbergin eru þrjú, eitt mjög rúmgott með gluggum til suðurs og stórum fataskáp, tvö minni annað þeirra með fataskáp. Úr öðru herberginu er brattur stigi upp í risherbergi þar sem hefur verið innréttað mjög notalegt leikherbergi, með parket á gólfi og viðarklæðningu á veggjum og í lofti.
Eigninni fylgir einnig bílastæði, með hleðslustöð frá ON, í upphituðum bílakjallara, og geymsla í kjallara undir húsinu.
Samtals er eignin skráð 128,3 fermetrar en inní þeirri tölu er bílastæðið skrár sem 12 fermetrar og geymslan skráð 6,9 fermetrar. Neðri hæð íbúðarinnar er skráð 64,8 fermetrar en efri hæðin er aðeins skráð 44,6 fermetrar þar sem hæðin er að hluta til undir súð; risherbergið er ekki skráð í fermetratölu eignarinnar. Fasteignamat eignarinnar er 81,3 milljónir. Eignin greiðir krónur 12700kr á mánuði í hússjóð og 3500kr í hússjóð bílskýlis. Húsið sjálft virðist fá gott viðhald, var málað og tréverk yfirfarið árið 2020 ásamt þaki.
Hér er um að ræða vel staðsetta fjölskylduvæna eign, mikið endurnýjuð með smekklegum hætti. Eign sem vert er að skoða.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. júl. 2021
51.400.000 kr.
67.500.000 kr.
128.3 m²
526.111 kr.
18. ágú. 2011
25.450.000 kr.
27.000.000 kr.
128.3 m²
210.444 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024