Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1991
82,5 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Bílskúr
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Tröllagil 14 - 402
Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi ásamt sér stæði í bílgeymslu. Svalir til vesturs með góðu útsýni.
Íbúðin skiptist í forstofu, geymslu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Sameiginlegt þvotthús á hæðinni sem þrjár íbúðir deila. Sér geymsla í sameign ásamt öðrum sameiginlegum rýmum.
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.
Geymslurnar eru tvær, önnur innan íbúðar og hin í sameignarrými.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parket á gólfum og fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturta með glerskilrúmi, upphengt wc, handklæðaofn, opnanlegur gluggi og góð innrétting við vask.
Eldhús með flísum á gólfi, innrétting með flísum milli efri og neðri skápa, stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi, útgengi út á svalir til vesturs með góðu útsýni.
Þvottahús er sameiginlegt og er á sömu hæð og íbúðin, þrjár íbúðir deila þvottahúsi og er hver með sína vél, innrétting með vask og útgengi út á litlar svalir úr þvottahúsi.
Annað:
- Frábært útsýni
- Nýr mynddyrasími
- Skipt um gler 2016
- Húsið málað að utan 2023
- Sér stæði í bílgeymslu
- Stutt í leik- og grunnskóla, verslun og ýmsa aðra þjónustu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
13. jan. 2012
13.950.000 kr.
18.000.000 kr.
86.5 m²
208.092 kr.
18. jún. 2009
14.119.000 kr.
14.500.000 kr.
86.5 m²
167.630 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024