Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1977
275,2 m²
7 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Lýsing
Fasteignasalan Hvammur - 466-1600 - kaupa@kaupa.is
Barmahlíð 4 - Fallegt og mikið endurnýjað 7 herbergja einbýlishús á pöllum með sambyggðum bílskúr við litla botnlangagötu í Glerárhverfi. Heildarstærð er skráð 275,2 m² en þar af telur bílskúrinn 32,5 m²
- Nútímalegt eldhús -
- Tvö baðherbergi -
- Verönd með heitum og köldum potti -
- Gott útsýni -
- Stutt í leik-, grunn- og háskóla -
- Stutt í verslun og þjónustu og íþróttarsvæði þórs -
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: forstofa, eldhús og borðstofa í opnu rými, tvær stofur, fimm svefnherbergi, tvö baðherherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofan er einkar rúmgóð, með hvítum flísum á gólfi og svörtum fataskáp.
Eldhús hefur verið endurnýjað á mjög snyrtilegan hátt. Þar er hvít innrétting með Quartz steini á bekkjum. Einkar gott skápa- og vinnupláss er í eldhúsinu og þar er einnig innfelldur tækjaskápur. Í innréttingu er tvöfaldur ofn í vinnuhæð, Miele spanhelluborð og stæði fyrir tvöfaldan ísskáp. Innbyggð uppþvottavél fylgir með við sölu.
Borðstofa er í opnu rými með eldhúsinu og er hún rúmgóð með frábæru útsýni yfir í Vaðlaheiði. Innfelld lýsing í lofti og harðparket á gólfi.
Stofa og sjónvarpsstofa eru á sömu hæð og eldhús og borðstofa. Þar er einnig harðparket á gólfi og innfelld lýsing. Í sjónvarpsstofu er arin. Stofan er björt, með gluggum til þriggja átta. Af hæðinni er gengið út á rúmgóða steypta verönd við vesturhlið hússins. Þar er heitur og kaldur pottur.
Svefnherbergin eru fimm talsins. Tvö þeirra eru á neðri palli og þrjú á efsta palli hússins. Herbergin eru öll með sama harðparketi á gólfi. Fataskápar eru á gangi fyrir framan herbergin nema í hjónaherberginu, þar eru fataskápar. Úr stærra herberginu á neðri palli eru dyr út á steypta verönd til suður og úr hjónaherberginu á efsta palli eru dyr út á steyptar svalir til suðurs.
Baðherbergin eru tvö, annað á neðri palli og hitt á efsta pallinum. Baðherbergið á neðri hæðinni er mjög rúmgott, með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu wc, baðkari og opnanlegum glugga. Þar er hvít innrétting með afar góðu plássi. Á baðherbergi á efsta palli er walk-in sturta og hvít innrétting. Upphengt wc og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er með flotuðu gólfi og hvítri innréttingu. Þar er stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaskur. Í þvottahúsi er einnig bakdyrainngangur.
Geymsla er inn af þvottahúsi og þar er flotað gólf og hillur á veggjum.
Innangegnt er í bílskúr úr þvottahúsi. Þar er lakkað gólf, rafdrifin innkeyrsluhurð og inngönguhurð. Bílskúrinn er skráður 32,5 m² að stærð.
Framkvæmdir síðustu ára að sögn eigenda:
- Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað 2011 og settar nýjar innihurðar.
- Þvottahús endurnýjað árið 2015.
- Eldhús endurnýjað árið 2016, settur gólfhiti á þá hæð og innfelld lýsing í loft.
- Árið 2017 var veröndin steypt, sett snjóbræðsla í hana og drenað meðfram vestur-, suður- og austurhliðinni að hluta.
- Lóð var endurgerð og lagt nýtt gras árið 2017.
- Þak var yfirfarið og þakjárn og þakkantur endurnýjað 2021.
- Ný bílskúrshurð og nýjar útidyrahurðar í forstofu og þvottahúsi árið 2023.
Annað:
- Hitalagnir eru í bílaplani og steyptri verönd, lokað kerfi.
- Gólfhiti er á allri aðalhæðinni, í forstofunni, þvottahúsinu og á báðum baðherbergjunum.
- Geymsluloft er yfir hluta.
- Ljósleiðari.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Barmahlíð 4 - Fallegt og mikið endurnýjað 7 herbergja einbýlishús á pöllum með sambyggðum bílskúr við litla botnlangagötu í Glerárhverfi. Heildarstærð er skráð 275,2 m² en þar af telur bílskúrinn 32,5 m²
- Nútímalegt eldhús -
- Tvö baðherbergi -
- Verönd með heitum og köldum potti -
- Gott útsýni -
- Stutt í leik-, grunn- og háskóla -
- Stutt í verslun og þjónustu og íþróttarsvæði þórs -
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: forstofa, eldhús og borðstofa í opnu rými, tvær stofur, fimm svefnherbergi, tvö baðherherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofan er einkar rúmgóð, með hvítum flísum á gólfi og svörtum fataskáp.
Eldhús hefur verið endurnýjað á mjög snyrtilegan hátt. Þar er hvít innrétting með Quartz steini á bekkjum. Einkar gott skápa- og vinnupláss er í eldhúsinu og þar er einnig innfelldur tækjaskápur. Í innréttingu er tvöfaldur ofn í vinnuhæð, Miele spanhelluborð og stæði fyrir tvöfaldan ísskáp. Innbyggð uppþvottavél fylgir með við sölu.
Borðstofa er í opnu rými með eldhúsinu og er hún rúmgóð með frábæru útsýni yfir í Vaðlaheiði. Innfelld lýsing í lofti og harðparket á gólfi.
Stofa og sjónvarpsstofa eru á sömu hæð og eldhús og borðstofa. Þar er einnig harðparket á gólfi og innfelld lýsing. Í sjónvarpsstofu er arin. Stofan er björt, með gluggum til þriggja átta. Af hæðinni er gengið út á rúmgóða steypta verönd við vesturhlið hússins. Þar er heitur og kaldur pottur.
Svefnherbergin eru fimm talsins. Tvö þeirra eru á neðri palli og þrjú á efsta palli hússins. Herbergin eru öll með sama harðparketi á gólfi. Fataskápar eru á gangi fyrir framan herbergin nema í hjónaherberginu, þar eru fataskápar. Úr stærra herberginu á neðri palli eru dyr út á steypta verönd til suður og úr hjónaherberginu á efsta palli eru dyr út á steyptar svalir til suðurs.
Baðherbergin eru tvö, annað á neðri palli og hitt á efsta pallinum. Baðherbergið á neðri hæðinni er mjög rúmgott, með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu wc, baðkari og opnanlegum glugga. Þar er hvít innrétting með afar góðu plássi. Á baðherbergi á efsta palli er walk-in sturta og hvít innrétting. Upphengt wc og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er með flotuðu gólfi og hvítri innréttingu. Þar er stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaskur. Í þvottahúsi er einnig bakdyrainngangur.
Geymsla er inn af þvottahúsi og þar er flotað gólf og hillur á veggjum.
Innangegnt er í bílskúr úr þvottahúsi. Þar er lakkað gólf, rafdrifin innkeyrsluhurð og inngönguhurð. Bílskúrinn er skráður 32,5 m² að stærð.
Framkvæmdir síðustu ára að sögn eigenda:
- Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað 2011 og settar nýjar innihurðar.
- Þvottahús endurnýjað árið 2015.
- Eldhús endurnýjað árið 2016, settur gólfhiti á þá hæð og innfelld lýsing í loft.
- Árið 2017 var veröndin steypt, sett snjóbræðsla í hana og drenað meðfram vestur-, suður- og austurhliðinni að hluta.
- Lóð var endurgerð og lagt nýtt gras árið 2017.
- Þak var yfirfarið og þakjárn og þakkantur endurnýjað 2021.
- Ný bílskúrshurð og nýjar útidyrahurðar í forstofu og þvottahúsi árið 2023.
Annað:
- Hitalagnir eru í bílaplani og steyptri verönd, lokað kerfi.
- Gólfhiti er á allri aðalhæðinni, í forstofunni, þvottahúsinu og á báðum baðherbergjunum.
- Geymsluloft er yfir hluta.
- Ljósleiðari.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. mar. 2011
37.750.000 kr.
43.000.000 kr.
275.2 m²
156.250 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024