Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
NÁNARI LÝSING:
Sökkullinn/jörðin á vel staðsettu leigulandi með einstaklega góðu útsýni. Jörðin er hluti af jörðinni Torfastöðum í Bláskógabyggð, um áttatíu mínútna akstur frá Reykjavík . Stutt er til Geysi, Reykholt og Sólheima.
Lóðin er ca. 0.7 ha. og staðsett í jaðri skipulagðrar sumarhúsabyggðar. Ekkert verður t.d. byggt aðnorðan og óheft útsýni.
Gott aðgengi að lóðinni og sökkli. Steyptur sökkull og plata með hita og kaldavatns lögn (neysluvatn )- frárennslislagnir ásamt rafmagni komið að sökkulli.
Öll gjöld greidd.
Sökkullinn er skráður 147,6 fm fermetrar að heildarflatarmáli.
Rotþró er á svæðinu.
Meðfylgjandi eru undirstöður undir 130 fm pall og gluggar og hurðir fylgja með ásamt teikningum.
Leigusamningur gildir í 35 ár frá árinu 2005. Leigugjald er 50.000 og er tryggð með vísitölu neysluvöruverðs frá apríl 2005
Búið er að gera veg inn á lóð að sökkli og bílastæði. Samkvæmt deiliskipulagstillögu má byggja eitt hús og eitt gestahús á lóð. Samanlagt byggingarmagn húsa má vera allt að 147,6fm, þar af má gesthús vera 39,6fm og geymsla eða smáhýsi 40fm.
ATH. Byggingaréttur fylgir á 39,6 fermetra gestahúsi.
Útsýni: Frábært útsýni.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.