Lýsing
Nánari lýsing eignar:
Anddyri: Fataskápur, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og björt, gluggar í tvær áttir, flísar á gólfi og útgengi um stóra rennihurð út í garðinn. Mikið útsýni úr stofunni er til vesturs og suðurs.
Eldhús: Sérsmíðuð HTH innrétting með eyju, steinn frá steinsmiðjunni Rein á öllum eldhúsbekkjum, gashellur í eyjunni, ofn í vinnuhæð, flísar á gólfi. Eldhúsið er í alrými með stofu og borðstofu.
Baðherbergi: Innrétting úr dökkum við frá HTH, steinvaskur og steinn á borðplötu frá steinsmiðjunni Rein. Sturta, upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum.
Hjónasvíta: Rúmgott og með miklu skápaplássi, skápar frá HTH, flísar á gólfi. Baðherbergi er innan hjónaherbergis, flísar á gólfi og veggjum, steinvaskur og steinborðplata frá steinsmiðjunni Rein, sturta.
Svefnherbergi I: Rúmgott, stórir fataskápar, flísar á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott, fataskápur, flísar á gólfi.
Húsið er ekki að fullu frágengið, lítilsháttar lagfæringar eru eftir innanhúss. Lóðin er grófjöfnuð og það á eftir að byggja pall í kringum húsið.
Lóðinni fylgir réttur til vatnsetningar á einum báti í Þingvallavatn á þar til gerðum stað við vatnið. Einnig fylgir veiðiréttur fyrir a.m.k. eina stöng í Þingvallavatni gegn greiðslu árlegs gjalds í Veiðfélag Þingvallavatns skv gildandi gjaldskrá hverju sinni. Félag húseigenda er á svæðinu og nýr eigandi væri félagsmaður í því félagi. Hér er einstök perla á ferðinni, svo stutt frá höfuðborginni að hægt er að sækja vinnu þangað daglega.
Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á tölvupóstfangið hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.