Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Pálmason
Vista
svg

413

svg

360  Skoðendur

svg

Skráð  1. des. 2024

fjölbýlishús

Lækjasmári 2

201 Kópavogur

81.900.000 kr.

737.838 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2229672

Fasteignamat

74.450.000 kr.

Brunabótamat

53.300.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1996
svg
111 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Lyfta

Lýsing

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega, bjarta og vel skipulagða 111fm, 4 herbergja íbúð á 3. hæð í vinsælu lyftuhúsi að Lækjasmára 2, 201 Kópavogur. Húsið er byggt árið 1996 og er klætt álklæðningu að utan. Næg bílastæði á bílaplani. Eignin skiptist í: Forstofu, Gang, 3 svefnherbergi með fataskápum, Baðherbergi með sturtu og baði, setkrókur, Þvottahús innan íbúðar, eldhús, rúmgóð stofa með útgengi út á rúmgóðar svalir og sérgeymsla í kjallara. Góð og björt íbúð í þessu visæla hverfi þar sem afar fjölbreytt verslun, þjónusta og afþreyjing er allt í kring í göngufjarlægð. Stutt í leik- og grunnskóla ásamt frábæru íþróttasvæði Breiðabliks.

Smellið hér til að sjá videó þar sem gengið er um eignina.

Fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 77.350.000kr.

Nánari Lýsing:
Forstofa:
Komið inn í forstofu með tvöföldum fataskáp.
Gangur: Tengir saman öll rými íbúðar
Svefnherbergi I: Rúmgott baranherbergi með fataskáp.
Svefnherbergi II: Rúmgott barnaherbergi með fataskáp.
Svefnherbergi III: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Með horn sturtuklefa með gler rennihurðum, baði, klósett, vask, spegli fyrir ofan vask ásamt upphengdum hillum.
Þvottahús: Innan íbúðar. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Upphengdar hillur.
Setkrókur: Rými sem gefur fjölbreytta nýtingarmöguleika. Lestrarstofa, sjónvarpskrókur eða mögulega stækka eldhúsið.
Eldhús: Gott skápa og vinnupláss. Efri og neðri skápar með mósaíkflísum á milli skápa. Ofn, helluborð og háfur. Góð tenging við stofu og setkrók.
Stofa: Rúmgóð og björt. Gluggar á tvo vegu í stofu ásamt gegnumlýsingu frá glugga í enda gangar. Útgengt út á rúmgóðar svalir. Leyfi fyrir svalalokun.
Svalir: Rúmgóðar svalir. Leyfi fyrir svalalokun.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara, 7fm.

Sameign: Afar snyrtileg sameign. Hjóla- og vagnageymsla er við inngang.
Lóð: Snyrtileg full frágengin lóð.
Bílastæði: Næg bílstæði á sameiginlegu bílaplani í kringum húsið.

Falleg og vel skipulögð eign í þessu vinsæla hverfi í Smárahverfinu í Kópavogi. Frábær staðsetning miðsvæðis á stór Reykjavíkursvæðinu þar sem stutt er í alla helstu verslun og þjónustu, Stutt í helstu stofnvegi til allra átta. Grunn- og leikskóli í göngufjarlægð ásamt fallegum gönguleiðum um Kópavogsdalinn.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. jún. 2018
42.050.000 kr.
46.200.000 kr.
111 m²
416.216 kr.
14. maí. 2018
42.050.000 kr.
46.200.000 kr.
111 m²
416.216 kr.
27. feb. 2007
20.470.000 kr.
19.000.000 kr.
111 m²
171.171 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík