Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Vista
svg

136

svg

119  Skoðendur

svg

Skráð  11. des. 2024

fjölbýlishús

Lautargata 4

210 Garðabær

144.900.000 kr.

1.086.207 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2534721

Fasteignamat

0 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2023
svg
133,4 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu, kynnir í einkasölu:
Nýjar og glæsilegar 3-4 herbergja íbúðir í lyftuhúsi að Lautargötu 4 í Urriðaholti. Stærðir frá 88,9 fm – 133,4 fm.

Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum, ásamt innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Innbyggð sturtutæki. Steinborðplötur á eldhúsi og baðherbergjum. Sér þvottahús í öllum íbúðum. Stæði í bílageymslu með flestum íbúðum.

// BÓKIÐ EINKASKOÐUN HJÁ ÞORSTEINI Í SÍMA 696-0226 //

Íbúð 503: Glæsileg fjögurrra herbergja þakíbúð á efstu hæð, ásamt stæði í bílakjallara. Gólfhiti. 74 fm þaksvalir. Skráð stærð 133,4 fm.

Nánari lýsing:
Anddyri: Flísar á gólfi, fataskápur upp í loft.
Herbergi: Fataskápur upp í loft. Parket á gólfi.
Herbergi: Fataskápur upp í loft. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, sturta með glerskilrúmi, innbyggð blöndunartæki, innrétting undir og við handlaug og handklæðaofn.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi.
Fataherbergi: Í samliggjandi rými með hjónaherbergi. Parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi: Inn af hjónaherbergi. Flísar á gólfi og veggjum að hluta, upphengt salerni, sturta með glerskilrúmi, innbyggð blöndunartæki, baðinnrétting með handlaug.  
Stofa/borðstofa: Rúmgott og bjart rými. Parket á gólfi. Útgengt út á 74 þaksvalir. Fallegt útsýni frá svölunum.
Eldhús: Falleg innrétting, steinborðplata, innfelldur ísskápur og uppþvottavél, bakaraofn og spanhelluborð. Parket á gólfi.
Þvottahús: Innaf eldhúsi. Flísar á gólfi, innrétting með skolvask. Gluggi í rýminu.
Geymsla: Í sameign.

Helstu kostir við frágang:
** Sólveig Andrea Jónsdóttir, innanhúsarkitekt, veitti ráðgjöf við hönnun innréttinga, gólfefna og litaval. Íbúðirnar eru vandaðar og fallega innréttaðar. Veggir og loft er málað í ¼ Hör.
** Innbyggð sturtutæki á baðherbergjum. Steinborðplötur eru á eldhúsi og baðherbergjum
** Innfelld lýsing í íbúðum að hluta. Snjallkerfi frá Plejd. Hægt að stýra dimmanlegum ljósum í snjallsíma eða spjaldtölvu. Myndavéladyrasími er í öllum íbúðum.
** Innréttingar frá Ormsson ehf. og framleiddar af ARENS. Eldhústæki frá Ormsson, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti, bakaraofn, spanhelluborð og gufugleypir.
** Gólf baðherbergja, þvottahúsa og forstofa eru flísalögð með 60 x 60 flísum frá Ebson. Parket frá Ebson á öðrum rýmum. Ringo innihurðir frá Birgisson
** Í stofum eru lofttúður með innbyggðri hljóð- og ryksíu sem tryggja innstreymi og þar með hringrás lofts um íbúðina.
** Við hönnun hússins er tekið mið af því að lágmarka viðhald. Húsið er einangrað að utan, álklætt að utan og gluggar ál-tré.

Húsið:
Lautargata 4 er nýtt og glæsilegt hús sem er staðsett í Urriðaholti í Garðabæ. Húsið er steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 19 íbúðum í einum stigagangi. Allar íbúðirnar eru með stórar svalir/sérafnotareiti sem snúa til suðurs. Á 1. hæð er ein íbúð með sérinngangi. Á hæðinni er jafnframt anddyri, geymslur íbúða, hjóla- og vagnageymsla, inntaksrými og upphituð bílageymsla með 12 bílastæðum. Á 2. – 4. hæð hússins eru fimm íbúðir á hverri hæð. Á 5. hæð hússins eru svo þrjár íbúðir með þaksvalir. Seljandi og lóðarhafi hússins er PK Byggingar ehf. Frekari upplýsingar um framkvæmdaraðila hússins má finna í skilalýsingu seljanda.

Umhverfið:
Húsið er staðsett í Urriðaholti í Garðabæ sem er einstakt og nýstárlegt hverfi. Umkringt óspilltri náttúru en um leið í nálægð við góðar samgönguæðar og sérlega vel staðsett innan höfuðborgarsvæðisins. Í jaðri hverfisins eru helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortin náttúra og einn glæsilegasti golfvöllur landsins. Urriðaholt byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt. Skipulag Urriðaholts er fyrsta hverfið hér á landi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM Communities.

Frekari upplýsingar veitir:
Þorsteinn Yngvason, lögmaður/ löggiltur fasteignasali, 696-0226 eða thorsteinn@remax.is

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone