Lýsing
Húsaskjól fasteignasala og Anna Laufey Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali, kynna sumarbústaðarlóðina Víðines 19, 311 Borgarbyggð.
Gert er ráð fyrir 129,4 fm sumarbústað á lóðinni.
Smelltu hér á video linkinn;
https://www.youtube.com/watch?v=FRjrlE3z6Xg
Yndislegar sumarbústaðalóðir, kjarri vaxnar, í friði, kyrrð og fegurð við Norðurá í Grábrókarhrauni. Um er að ræða 3.031 fm eignarlóð í þyrpingu 24ra lóða á 10 hektara landi. Gert er ráð fyrir 129,4 fm sumarbústað á lóðinni. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og þeim kostum búnar að lítið sést til annarra bústaða á svæðinu. Þetta er land fyrir þá sem kjósa einveru og prívatlíf við fuglasöng í stórkostlegri náttúrufegurð. Golfvöllurinn Glanni í göngufæri. Að svæðinu hefur verið lagður vegur frá þjóðvegi með bundnu slitlagi og sams konar vegakerfi innan svæðis. Samhliða vegakerfinu hafa allar veitur verið lagðar að svæðinu og um svæðið. Öryggishlið er á vegi inn á svæðið. Um er að ræða átta eignarlóðir sem enn eru til sölu og byggir lóðaverðið á eftirfarandi þáttum sem fylgja með í kaupunum.
Eignarland, tengigjöld rafmagns, skólp- og fráveitukerfi inn í hverfið, öryggishlið og vegakerfi.
Hikið ekki við að bóka skoðun, þetta er tækifæri fyrir þá sem kjósa náttúruperlu í rúmlega klukkustundar keyrslu frá höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar veitir Anna Laufey Sigurðardóttir, lögg.fasteignasali, í síma 6965055, tölvupóstur anna@husaskjol.is.
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði