Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Pálmason
Vista
svg

183

svg

163  Skoðendur

svg

Skráð  19. des. 2024

fjölbýlishús

Skerjabraut 1

170 Seltjarnarnes

125.000.000 kr.

907.771 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2351428

Fasteignamat

89.250.000 kr.

Brunabótamat

66.000.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2015
svg
137,7 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta
Opið hús: 28. desember 2024 kl. 13:00 til 14:00

Opið hús: Skerjabraut 1, 170 Seltjarnarnes, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd laugardaginn 28. desember 2024 milli kl. 13:00 og kl. 14:00.

Lýsing

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og vel skipulagða 137,7fm 4 herbergja endaíbúð með aukinni lofthæð og gluggum í allar áttir á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi, byggt árið 2015 að Skerjabraut 1, 170 Seltjarnarnes. Húsið er teiknað af T.ark arkitektum. Eignin er upprunalega teiknuð sem 5 herbergja (4 svefnherbergi). Auðvelt að breyta aftur eins og upprunalegar teikningar gera ráð fyrir og vera þá með 4 svefnherbergi. Falleg og rúmgóð rými með stórum gluggum einkenna íbúðina. Vandaðar innréttingar og tæki ásamt afar fallegu viðarparketi lagt með fiskibeinamunstri sem setur glæsilegan svip á íbúðina. Eignin skiptist í anddyri með innbyggðum fataskáp, þvottahús, bókastofa, mjög rúmgott og bjart alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi, 2 mjög rúmgóð svefnherbergi með skápum, baðherbergi með sturtu og sérgeymslu í kjallara. Frábær staðsetning á með nærþjónustu bæði Seltjarnarnesbæjar og Vesturbæjarins í göngufjarlægð.  

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is


Eignin Skerjabraut 1 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 235-1428, birt stærð 137.7 fm, þar af er geymsla merkt 0014 skráð 8,5fm.

Nánari lýsing:
Anddyri: 
Komið inn í anddyri. Innbyggður fataskápur í holi.
Þvottahús: Inn af anddyri. Innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, útdraganlega skúffur undir og skápar fyrir ofan vélar. Ræstivaskur og upphengdur tvöfaldur skápur. 
Bókastofa: Upprunalega teiknað sem herbergi. Opið og bjart rými sem er í dag nýtt sem bókastofa.
Alrými: Fallegt, opið, rúmgott og bjart alrými með samliggjandi borðstofu, stofu og eldhúsi með eyju.
Stofa / Borðtofa: Opið við eldhús. Afar rúmgott og fallegar samliggjandi stofur. Útgengt út á rúmgóðar svalir.
Eldhús: Falleg ljós innrétting með góðu skápaplássi og stórri eyju með aðstöðu fyrir barstóla. Marmari á eldhúsbekk og eyju. Vönduð tæki frá Eirvík. Ofn frá Miele í vinnuhæð, innfellt spanhelluborð frá Miele í eyju, innbyggð uppþvottavél frá Fisher & Paykel og innbyggður ísskápur frá Liebherr. 
Hol: Innaf stofu. Tengir saman herbergi, baðherbergi og stofu. Nýtt í dag sem vinnuaðstaða.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Innangeng sturta með glervegg. Handklæðaofn.
Svefnherbergi I: Afar rúmgott. Upphaflega teiknað sem tvö herbergi. Tvöfaldur fataskápur.
Svefnherbergi II: Afar rúmgott með mjög góðu skápaplássi.
Geymsla: Sér geymsla í kjallara, 8,5fm.

Gólfefni: Vandað og afar fallegt viðarparket lagt með fiskibeinamunstri á allri íbúðinni að undanskyldu baðherbergi og þvottahúsi sem eru flísalögð.

Sameign: Í sameigninni sameiginlegt þvottahúsi þar sem hver íbúð er með sitt tengi. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Bílaplan: Næg bílastæði á sameiginlegu bílaplani Skerjabrautar 1 & 3. Tvö rafhleðslustæði á bílaplani.

Falleg eign í nýlegu lyftuhúsi í grónu og eftirsóttu hverfi á Seltjarnarnesi. Fjölbreytt verslun og þjónusta í göngufjarlægð ásamt sundlaug Seltjarnarnes, líkamsrækt og íþróttasvæði Gróttu. Þá er einnig stutt í alla nærþjónustu Vesturbæjar eins og sundlaugina, KR völlinn, Kaffi Vest, Melabúðina og svo mætti lengi áfram telja. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
14. okt. 2015
22.400.000 kr.
55.500.000 kr.
137.7 m²
403.050 kr.
27. okt. 2014
5.170.000 kr.
49.900.000 kr.
137.7 m²
362.382 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík