Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björgvin Þór Rúnarsson
Haukur Halldórsson
Vista
svg

43

svg

40  Skoðendur

svg

Skráð  20. des. 2024

fjölbýlishús

Víðiholt 3 Íbúð 204

225 Garðabær

75.400.000 kr.

799.576 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2533614

Fasteignamat

30.200.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2024
svg
94,3 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
svg
Lyfta

Lýsing

Prima fasteignasala kynnir í sölu 94,3m² m2 íbúð á 2.hæð með 3 svefnherbergjum við Víðiholt 3 Garðabæ/Álftanesi - Um er að ræða vel byggt fjölbýlishús með lyftu á góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu. 

Sýnum daglega skoðanir bókist á oskar@primafasteignir.is / s 6158200 

Íbúð 204 er 4ja herbergja íbúð á 2.hæð með sérinngangi.
Birt stærð er 94,3m2, þar af geymsla 4.m2.  
Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi, eldhús, borðstofu, stofu með útgengi á svalir.
Sjónvarpsrými er í alrými. Baðherbergi og sér þvottaherbergi
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.

Sjá vef https://vidiholt.is/?ref=prima

Nánari upplýsingar veitir
Óskar Már Alfreðsson löggiltur fasteignasali / s.6158200 / oskar@primafasteignir.is


Arkitektar og aðalhönnuðir: Arkís arkitektar
Verkfræðihönnun: Verkfræðistofa Reykjavíkur
Landslagshönnun: Landslag
Verktaki: JÁVERK


Víðiholt er staðsett á eftirsóknarverðum stað, miðsvæðis á Álftanesi. Svæðið er nálægt grunnþjónustu, s.s skóla, leikskóla, almenningssamgöngum, íþrótta- og útivistarsvæði og má segja að hverfið sé sveit í borg þar sem hesthúsahverfið við Breiðumýri þar sem Sóti hestamannafélag hefur aðsetur er í mikilli nálægð.
* Í húsinu eru 25 vel skipulagðar 3-ja - 4ra herbergja íbúðir.
* Húsið er staðsteypt með viðhaldslítilli báru-álklæðningu sem tryggir lágmarks viðhald.
* Allar íbúðir hafa sér innganga.
* Íbúðum er skilað fullbúnum með sérsmíðuðum innréttingum frá VOKÉ-3 samkvæmd skilalýsingu en án gólfefna að undanskildu anddyri og baðherbergi sem eru flísalögð. 
* Íbúðir sem hafa þvottahús eru með flísalögðu gólfi.
* Lyfta er í lyftuhúsi, vönduð frá Kleemann.
* Sérafnotareitir íbúða á jarðhæðum eru hellulagðir.
* Snjóbræðsla er að og í bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, í aðal aðkomuleiðum að inngöngum á 1. hæð og í útistigum.
* Sorpflokkun er í þar til gerðum djúpgámum.
* Næg bílastæði eru við húsið.
* Myndir úr sýningaríbúð við Víðiholt 1 - Íbúð 107.
* Afhending febrúar 2025.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Prima fasteignasala ehf

Prima fasteignasala ehf

Suðurlandsbraut 6
Prima fasteignasala ehf

Prima fasteignasala ehf

Suðurlandsbraut 6