Lýsing
Miklaborg kynnir: Laus strax. Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð við Hofteig 34 sem er bakhús á friðsælum stað í Teigunum. Íbúðin er vel skipulögð og björt íbúð á kjallarahæð í þríbýlishúsi. Íbúðin er 80,2 fm að stærð, þar af 0,8 fm geymsla og önnur 1,9 fm sérgeymsla báðar á sömu hæð og íbúð. Að húsinu liggur hellulagður stígur með snjóbræðslu, sem gerir umhverfið aðgengilegt og þægilegt. Íbúðin getur verið laus fljótlega eftir áramót.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Forstofa / Hol: Rúmgott með fatahengi og hillum. Aðgangur að svefnherbergjum og stofu.
Rúmgóð stofa: Með björtum gluggum á tvo vegu
Eldhús með góðri aðstöðu: Falleg hvít innrétting með góðu skápaplássi þar sem hornið nýtist einnig mjög vel en eldhúsið var allt endurnýjað 2017. Gluggi með opnanlegu fagi sem vísar út í garð
Tvö svefnherbergi: Rúmgóðu og er innangengt á milli. Harðparket á gólfum. Fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi. Endurnýjað árið 2022. Gólf og veggir flsalagðir og öll blöndunartæki ásamt vegghengdri salernisskál endurnýjuð. Baðkar með sturtu. Handlaug ofan á skápainnréttingu og þar fyrir ofan er speglaskápur. Opnanlegt fag á baðherbergi.
Sérgeymsla í sameign og sameiginlegur geymsluskúr á lóð sem skiptist á milli þriggja íbúða í húsinu.
Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð og íbúð.
Að sögn seljanda var húsið steinað árið 2016 og skipt um þakjárn sama ár skv. upplýsingum frá fyrri eigendum. Raflagnir í sameign og ný rafmagnstafla fyrir íbúðina ásamt íbúð efri hæðar endurnýjuð 2010. Neysluvatnslagnir og skólplagnir frá húsi endurnýjaðar í lok árs 2022 og dren að hluta.. Loftun þaks var endurbætt 2020. Þvottahúsgólf málað nú í ár.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is
Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is