Lýsing
Heimili fasteignasala og Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali s.774-7373 kynna rúmgóða 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli í hinu sívinsæla Árbæjarhverfi. Sólríkar lokaðar 5 fm suður svalir, sem ekki teljast með í fermetratölu. Mikið útsýni gefur íbúðinni aukið gildi. Eignin er 61,6 fm og þar er af geymsla í sameign 5,5 fm. Þægileg aðkoma er að húsinu, rafhleðslustöðvar og góð bílastæði. Ný gólfteppi á stigagangi og hann nýmálaður.
Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og svalir með svalalokun, sem er frábær viðbót.
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: rúmgóð með fataskáp, parket á gólfi.
Eldhús: með góðri innréttingu og parket á gólfi.
Stofa: rúmgóð stofa með parket á gólfi og þaðan gengið út á sólríkar svalir.
Svefnherbergi: mjög rúmgott, gott skápapláss og parket á gólfi.
Baðherbergi: flísalagt með baðkari og sturtuhengi og nýrri innréttingu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: eru með fallegu útsýni og svalalokun.
Sérgeymsla íbúðar og sameignleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Klárað var að klæða húsið að utan 2018 (suður, austur og vestur hliðar). Lóðinni vel við haldið síðustu ár s.s. með malbiksviðgerðum og merkingu bílastæða. Rafhleðslustöðvar settar upp 2023.
Íbúðin er í góðu ástandi og er laus við kaupsamning.
Leikskóli, skóli, verslanir, heilsugæsla, sundlaug og fjölbreytt þjónusta í göngufæri.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 774 7373 eða ragnar@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.