Lýsing
Miklaborg kynnir:
Einstakur sumarbústaður við Sólvelli 4 í 806 Bláskógabyggð. Eignalóð. Sumarbústaðurinn er byggður árið 2018 og er samtals 122,4 fm, gestahús samtals 30 fm. Að auki er köld vélageymsla um 15 fm og upphituð geymsla 15 fm. Samtals ca182,4 fm. (geymslur eru ekki inn í birtum fermetrum)
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 og fridjon@miklaborg.is
Sumarhúsasvæðið afmarkast af girðingu og skurðum við skipulagt íbúðasvæði Reykholts að norðaustanverðu, landi Goðatúns að suðvestanverðu, áður skipulögðum sumarhúsalóðum til suðaustur og við heimaland Reykjavalla til norðvestur sbr. deiliskipulag svæðisins sjá hér. Sumarbústaðurinn er á 5267 fm eignalóð.
Nánari lýsing:
Sumarbústaðurinn er byggður árið 2018 og Gestahúsið árið 2016. Mikil lofthæð og vandaður frágangur. Gólfflötur er töluvert stærri á risi en opinber gögn gefa til kynna.
Anddyri: Komið inn í anddyri, parket á alrými. Fatahengi og gengið inn í þvottahús / geymslu til hægri. Jafnframt er útigeymsla við aðalinganginn á pallinum.
Svefnherbergi: Á vinstri hönd eru tvö svefnherbergi, annað með fataskápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Við enda forstofugangs er baðherbergi. Vinyl flísar á gólfi og fibo baðplötur á veggjum. Sturta, innrétting og upphengt WC. Útengt út á pall frá baðherbergi að pottasvæði.
Eldhús, borðstofa og stofa: Stór og góð eldhúsinnrétting, gott borðpláss og skápapláss. Björt og opin stofa og borðstofa. Mikil lofthæð í alrými. Útengt frá borðstofu út á pall. Aðalhæð er skráð 95,3 fm.
Ris: Gengið upp tröppur frá sjónvarpsholi. Gott seturými og bar. Einnig er rúmgott svefnherbergi ásamt geymslurými í risinu. Risið er skráð 27,1 fm.
Gestahús er skráð 30 fm að stærð. Skiptist í alrými, baðherbergi og svefnherbergi. Vönduð og góð eldhúsinnrétting í alrými. Rúmgott svefnherbergi og baðherbergi með sturkuklefa, einfaldri innréttingu og WC. Flísar á gólfi og Fibo baðplötur á veggjum.
Í kringum sumarhúsið og gestahúsið er stór pallur. Við hlið gestahússins er upphituð og rúmgóð geymsla samtals 15 fm að stærð. Á bílastæðinu er einnig köld geymsla sem nýtist vel fyrir tæki og tól .
Virkilega fallegt, vel skipulagt sumarhús sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is