Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sævar Þór Jónsson
Vista
svg

4400

svg

2993  Skoðendur

svg

Skráð  13. jan. 2025

einbýlishús

Háabarð 14

220 Hafnarfjörður

107.900.000 kr.

706.152 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2075077

Fasteignamat

92.600.000 kr.

Brunabótamat

69.360.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1961
svg
152,8 m²
svg
6 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
Opið hús: 25. janúar 2025 kl. 14:00 til 15:00

Opið hús: Háabarð 14, 220 Hafnarfjörður. Eignin verður sýnd laugardaginn 25. janúar 2025 milli kl. 14:00 og kl. 15:00.

Lýsing

Fasteignasala Sævars Þórs kynnir vandað sex herbergja einbýlishús í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin er 152,8 fm með bílskúr og skiptist í forstofu, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, sólstofu og þvottahús.
 
Nánari lýsing:
Einstaklega fallegt einbýlishús með mikla möguleika sem hefur verið haldið vel við.
 
Gengið er inn í veglega forstofu og eru rúmgóðir fataskápar í beinu framhaldi af henni í opnu rými sem nýtist bæði sem hol, borðstofa og gangur.
 
Inn úr opna rýminu er svo gengið annars vegar inn í eldhúsið og hins vegar inn í stofu.
Eldhús er rúmgott með góðu skápaplássi og flísum á veggjum. Falleg, eldri viðarinnrétting er í eldhúsi. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús sem innangengt er í frá bílastæði.
 
Stofan er björt og stór og á tveimur pöllum. Sambyggð henni er sólstofa með stórum gluggum og dyrum út í veglegan bakgarð. Sólstofan er einangruð og verönd fyrir utan hana. Garðurinn er skjólgóður mót suðri og vel við haldið. Í bakgarðinum er nýlegur og glæsilegur pallur með heitum potti sem og stór skúr.
 
Baðherbergið er nýlegt með þægilegri opinni sturtu án sturtuklefa og hita í gólfi. Veggir og gólf á baðherbergi eru flísalögð. Hjónaherbergið er rúmgott og með miklu skápaplássi, önnur svefnherbergi eru rúmgóð og björt. Gólfefni í íbúðinni er ljóst, vandað gegnheilt parket.
 
Bílskúrinn er rúmgóður og hægt er að ganga beint inn í íbúðina úr bílskúrnum. Fyrirliggjandi eru teikningar vegna stækkunar á bílskúrnum.
 
Húsinu hefur verið vel haldið við og töluvert viðhald undanfarin ár að sögn seljenda. Vatnsinntak og forhitari í neysluvatnslögn var endurnýjaður 2017, frárennslislagnir fóðraðar 2018 og sama ár voru ofnalagnir og neysluvatnslagnir endurnýjaðar, þakið málað árið 2020 og ný klæðning verið sett á hluta hússins að utan árið 2018.
 
Stutt er í alla nærþjónustu, verslanir, skóla, sundlaug, leikvelli sem og ýmsar gönguleiðir sem náttúruperlan Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða. Eignin er tilvalin fyrir barnafjölskyldur eða þá sem vilja stækka við sig.
 
 

img
Sævar Þór Jónsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasala Sævars Þórs
Skipholti 50C, 105 Reykjavík
Fasteignasala Sævars Þórs

Fasteignasala Sævars Þórs

Skipholti 50C, 105 Reykjavík
img

Sævar Þór Jónsson

Skipholti 50C, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. nóv. 2019
52.750.000 kr.
62.500.000 kr.
152.8 m²
409.031 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasala Sævars Þórs

Fasteignasala Sævars Þórs

Skipholti 50C, 105 Reykjavík

Sævar Þór Jónsson

Skipholti 50C, 105 Reykjavík