Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1961
152,8 m²
6 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Opið hús: 25. janúar 2025
kl. 14:00
til 15:00
Opið hús: Háabarð 14, 220 Hafnarfjörður. Eignin verður sýnd laugardaginn 25. janúar 2025 milli kl. 14:00 og kl. 15:00.
Lýsing
Fasteignasala Sævars Þórs kynnir vandað sex herbergja einbýlishús í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin er 152,8 fm með bílskúr og skiptist í forstofu, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, sólstofu og þvottahús.
Nánari lýsing:
Einstaklega fallegt einbýlishús með mikla möguleika sem hefur verið haldið vel við.
Gengið er inn í veglega forstofu og eru rúmgóðir fataskápar í beinu framhaldi af henni í opnu rými sem nýtist bæði sem hol, borðstofa og gangur.
Inn úr opna rýminu er svo gengið annars vegar inn í eldhúsið og hins vegar inn í stofu.
Eldhús er rúmgott með góðu skápaplássi og flísum á veggjum. Falleg, eldri viðarinnrétting er í eldhúsi. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús sem innangengt er í frá bílastæði.
Stofan er björt og stór og á tveimur pöllum. Sambyggð henni er sólstofa með stórum gluggum og dyrum út í veglegan bakgarð. Sólstofan er einangruð og verönd fyrir utan hana. Garðurinn er skjólgóður mót suðri og vel við haldið. Í bakgarðinum er nýlegur og glæsilegur pallur með heitum potti sem og stór skúr.
Baðherbergið er nýlegt með þægilegri opinni sturtu án sturtuklefa og hita í gólfi. Veggir og gólf á baðherbergi eru flísalögð. Hjónaherbergið er rúmgott og með miklu skápaplássi, önnur svefnherbergi eru rúmgóð og björt. Gólfefni í íbúðinni er ljóst, vandað gegnheilt parket.
Bílskúrinn er rúmgóður og hægt er að ganga beint inn í íbúðina úr bílskúrnum. Fyrirliggjandi eru teikningar vegna stækkunar á bílskúrnum.
Húsinu hefur verið vel haldið við og töluvert viðhald undanfarin ár að sögn seljenda. Vatnsinntak og forhitari í neysluvatnslögn var endurnýjaður 2017, frárennslislagnir fóðraðar 2018 og sama ár voru ofnalagnir og neysluvatnslagnir endurnýjaðar, þakið málað árið 2020 og ný klæðning verið sett á hluta hússins að utan árið 2018.
Stutt er í alla nærþjónustu, verslanir, skóla, sundlaug, leikvelli sem og ýmsar gönguleiðir sem náttúruperlan Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða. Eignin er tilvalin fyrir barnafjölskyldur eða þá sem vilja stækka við sig.
Nánari lýsing:
Einstaklega fallegt einbýlishús með mikla möguleika sem hefur verið haldið vel við.
Gengið er inn í veglega forstofu og eru rúmgóðir fataskápar í beinu framhaldi af henni í opnu rými sem nýtist bæði sem hol, borðstofa og gangur.
Inn úr opna rýminu er svo gengið annars vegar inn í eldhúsið og hins vegar inn í stofu.
Eldhús er rúmgott með góðu skápaplássi og flísum á veggjum. Falleg, eldri viðarinnrétting er í eldhúsi. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús sem innangengt er í frá bílastæði.
Stofan er björt og stór og á tveimur pöllum. Sambyggð henni er sólstofa með stórum gluggum og dyrum út í veglegan bakgarð. Sólstofan er einangruð og verönd fyrir utan hana. Garðurinn er skjólgóður mót suðri og vel við haldið. Í bakgarðinum er nýlegur og glæsilegur pallur með heitum potti sem og stór skúr.
Baðherbergið er nýlegt með þægilegri opinni sturtu án sturtuklefa og hita í gólfi. Veggir og gólf á baðherbergi eru flísalögð. Hjónaherbergið er rúmgott og með miklu skápaplássi, önnur svefnherbergi eru rúmgóð og björt. Gólfefni í íbúðinni er ljóst, vandað gegnheilt parket.
Bílskúrinn er rúmgóður og hægt er að ganga beint inn í íbúðina úr bílskúrnum. Fyrirliggjandi eru teikningar vegna stækkunar á bílskúrnum.
Húsinu hefur verið vel haldið við og töluvert viðhald undanfarin ár að sögn seljenda. Vatnsinntak og forhitari í neysluvatnslögn var endurnýjaður 2017, frárennslislagnir fóðraðar 2018 og sama ár voru ofnalagnir og neysluvatnslagnir endurnýjaðar, þakið málað árið 2020 og ný klæðning verið sett á hluta hússins að utan árið 2018.
Stutt er í alla nærþjónustu, verslanir, skóla, sundlaug, leikvelli sem og ýmsar gönguleiðir sem náttúruperlan Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða. Eignin er tilvalin fyrir barnafjölskyldur eða þá sem vilja stækka við sig.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. nóv. 2019
52.750.000 kr.
62.500.000 kr.
152.8 m²
409.031 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025