Lýsing
Miklaborg kynnir:
Skemmtilega skipulögð 81 fm, 3ja herbergja íbúð í góðu fjölbýli í Teigunum ásamt hlutdeild í tvöföldum bílskúr
NÁNARI LÝSING: Komið inn í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Eldhús er með upprunalegri "retro" innréttingu og er opið inn í holið og var það nýtt sem borðstofa. Hjónaherbergið er rúmgott og með skápum. Lítið barnaherbergi. Baðherbergi er með sturtu og er að mestu leiti upprunalegt. Gengið er upp 4 þrep í bjarta og rúmgóða stofu með útgengt á svalir í suður. Auðvelt er að stúka af þriðja svefnherbergið á kostnað stofunnar. Aukin lofthæð er í stofunni (2,7 m). Í kjallara er rúmgott þvottahús og geymsla. Tvöfaldur bílskúr fylgir eigninni en hann er í sameign íbúða í húsinu og er eignarhlutur íbúðarinnar 20% í bílskúr og sameign og hefur verið skipt upp í stórar geymslur ásamt góð alrými sem hægt er að koma bíl inn eða nýta sem sameiginlega geymslu.
GÓLFEFNI: Parket er á flestum gólfum nema stofu þar er teppi og flísara á baði.
Húsið virðist vera vel viðhaldið og nýlega steypuviðgerrt og málað, búið að endurnýja opnanleg fög og gler fyrir nokkrum árum. Nýlega búið að draga nýjar rafmagnslagnir í íbúðina. Ný rafmagnstafla í sameign.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 23074 eða olafur@miklaborg.is
Ingimundur Ingimundarsson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is