Lýsing
Íbúð 610
Vel skipulögð og björt 57,3 fm, tveggja herbergja íbúð á sjöttu hæð. Sjá sölusíðu -> Orkureiturinn
Orkureiturinn er skipulagður og hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku og blágrænar ofanvatnslausnir. Á byggingartíma er lögð áhersla á endurvinnslu byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu. Skipulag reitsins er það fyrsta í Reykjavík sem vottað er af BREEAM vistvottunarkerfinu og hefur það fengið einkunina Excellent.
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Ingimundarsson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is
Eignin skiptist í forstofu með góðu skápaplássi. Inn af forstofu er baðherbergi er með sturtu og fallegri innréttingu. Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi. Eldhús er með fallegri innréttingu og er opið inn í rúmgott alrými, þar sem einnig eru stofa og borðstofa. Mjög rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum er inn af alrými. Útgengt er á svalir til norðvesturs út af alrými.
Íbúðin afhendist með vönduðum innréttingum frá Nobila (sölu- og þjónustuaðili: GKS) innrétttingarþema sem ákveðin hafa verið af innanhússarkitekt verkefnisins, Rut Káradóttir er R5.
Hver íbúð er útbúin loftræstikerfi með varmaendurvinnslu. Allt loft sem fer í gegnumkerfið er síað og er því minna af svifryki og frjókornum í íbúðunum en ella.
Nánari upplýsingar veita Ingimundur Ingimundarsson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is og Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is