Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Þórólfsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Hlynur Bjarnason
Dagrún Davíðsdóttir
Jason Kr. Ólafsson
Vista
fjölbýlishús

Furugrund 62

200 Kópavogur

99.900.000 kr.

764.931 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2060814

Fasteignamat

77.000.000 kr.

Brunabótamat

65.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1975
svg
130,6 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Betri Stofan fasteignasala og Jason Kristinn Ólafsson fasteignasali sími 775 1515 - jason@betristofan.is kynna: 130 fermetra, 4-5 herbergja íbúð við Furugrund 62 Kópavogi. Íbúðin er á efstu hæð, sem er önnur hæð til vinstri.  Skiptist í anddyri, eldhús, stofur, sjónvarps og betri, baðherbergi með þvottaaðstöðu og 3 svefnherbergi. Að auki er rúmlega 20 fm herbergi í kjallara sem er með útleiguaðstöðu. 
Húsið hannað af Vífill Magnússyni. Stigahúsið hýsir 4. íbúðir, bjartar og rúmgóðar. Íbúðinni fylgir einstaklingsíbúð í kjallara sem er í útleigu.  Íbúðin er glæsileg, endurnýjað opið eldhús með borðstofu, sjónvarpshol, stofa, rými sem eru opin og liggja saman. Svalir endurflotaðar. Svefnherbergisgangur með þremur svefnherbergjum og baðherbergi með þvottahúsi innaf. Ofnar hafa verið endurnýjaðir í íbúðinni. Geymsla í kjallara fylgir. Gæludýrð leyfð. Skjólsæll garður til suðurs með sameiginlegum palli og litlum útieldhuskrók og sameiginlegum húsgögnum.

Nánari lýsing: 
Íbúðin er á 2.hæð til vinstri. Komið er inn í lítið anddyri/forstofu með fataskápum. Forstofan er opin, úr henni blasir við falleg rúmgóð alrými. 
Eldhúsið er mjög rúmgott og opið inn í sjónvarpshol og stofu. Eldhúsið er innréttað með fallegri ljósri U-laga innréttingu. Stór gluggi í eldhúsi setur mikinn svip á eignina sem snýr niður í Fossvogsdal. Í eldhúsi er stór borðstofa. 
Sjónvarpsholið er rúmgott á milli stofu og eldhúss.  Gengið er nokkrar tröppur upp í stofu sem er mjög rúmgóð og björt.
Svefnherbergin þrjú er á sérgangi frá sjónvarpsholi.
Hjónaherbergið er rúmgott þar eru góðir fataskápar. Úr hjónaherbergi er útgengt út á suður svalir sem nýlega voru flotaðar uppá nýt. 
Svefnherbegi II með góðum gluggum og fataskápum. Rúmgott.
Svefnherbegi III með góðum gluggum og fataskápum. Rúmgott.
Baðherbergið er flísalagt með ljósum flísum. Á bað er góð snyrtiaðstaða, bæði baðkar og sturta. Á baði er góð innrétting undir handlaug og spegill fyrir ofan. Innaf baði er aðstaða fyrir þvottavél, þurrkara, hillur og snúrur.      

Húsið stendur rétt við Fossvogsdal þar sem góð aðstaða er fyrir fjölskyldufólk. Skólar leik- og grunnskóli (Snælandsskóli), íþróttamannvirki allt í göngu færi.
Góð einstaklingsíbúð fylgir eigninni í kjallar sem var að mestu öll endurnýjuð árið 2021. Ásamt rúmgóðu herbergi í eigu húsfélags í sameign sem var upphaflega hannað sem gufubað og er í dag leigt út. Í húsinu eru 4 íbúðir sem ná í gegnum húsið.
 
Góð staðsetning, stutt í Fossvogsdal, hjóla- og göngustígar í Nauthólsvík, Elliðarárdal. Leikskólar og skólar í næsta nágrenni. Í Fossvoginum má finna frisbígolfvöll, blakvelli, fótboltavelli, leiksvæði og íþróttahús.

BÓKIÐ SKOÐUN: Jason Kristinn fasteignasali í netfangið jason@betristofan.is eða í síma 775 1515





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. jún. 2021
51.400.000 kr.
73.000.000 kr.
130.6 m²
558.959 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone