Fasteignasalar frá LANDMARK á staðnum.
Lýsing
HEIÐARSTEKK 6, 800 SELFOSS SEM ER NÝTT 21 ÍBÚÐA FJÖLBÝLISHÚS MEÐ LYFTU.
Um er að ræða nýjar 4ra herbergja íbúðir við Heiðarstekk 6 á Selfossi, íbúðir eru 100.8-108.8 fm. Íbúðir á jarðhæð eru með sérinngangi beint inn af götu.
Sérafnotaréttur með íbúðum á jarðhæð til suðurs (50 – 104 fm) og norðurs (9 – 14 fm). Íbúðir skilast fullbúnar að öllu leiti með gólfefnum og uppþvottavél og ísskáp í eldhúsi,
sjá nánari skilalýsingu íbúða og húss hér að neðan.
Þessi íbúð er skráð samkvæmt FMR 01.01.05 stærð 101.9 fm, íbúð er 94.3 fm og sérgeymsla 6.5 fm.
Samkvæmt viðauka við eignaskiptasamning er sérafnotaflötur til suðurs 50.5 fm og til norðurs 13.7 fm.
Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 7700 309 eða th@landmark.is
Freyja Rúnarsdóttir lögg.fasteignasali s. 694 4112 eða freyja@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Athugið að myndir af vef eru af sýningaríbúð.
Íbúð skiptast í:
Anddyri/hol, herbergjagang, stofu/borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi/geymslu og sérgeymslu á hverri hæð.
Nánari lýsing á íbúð:
Anddyri/hol með innbyggðum fataskápum.
Herbergjagangur þaðan sem að gengið er í önnur rými íbúðar.
Stofa/borðstofa er opið og bjart rými og er eldhús opið inn í stofu, útgengi úr stofu á rúmgóða verönd úr íbúðum á jarðhæð og út á suður-svalir úr íbúðum á annarri og þriðju hæð.
Eldhús er með vönduðum innréttingum með efri og neðri skápum, eldunareyja í eldhúsi og afhendast íbúðir með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél í eldhúsi, tæki í eldhúsi eru frá Electrolux.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi eru með flísalögðum gólfum og veggjum, Walk-in sturta er þreplaus og er með sturtugleri, salerni er innbyggt í vegg með hæglokandi setu, innrétting undir vask er með skúffum og er spegill ofan við innréttingu, handklæðaofn á vegg.
Þvottaherbergi með snyrtilegri innréttingu í dökkum lit, borðplata í þvottahúsi með vask og er hún er plastlögð í ljósum lit.
Sérgeymsla er á hæðinni og sameignarrými.
Gólfefni: Harðparket og flísar á gólfum eignar.
Húsgögn sem að eru í sýningaríbúð eru frá ILVA og stendur væntanlegum kaupendum til boða afsláttarkjör á vörum frá ILVA.
Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 7700 309 eða th@landmark.is
Freyja Rúnarsdóttir lögg.fasteignasali s. 694 4112 eða freyja@landmark.is
Almennt um húseignina:
Almenn lýsing: Heiðarstekkur 6 er 21. íbúða fjölbýlishús á 3.hæðum. Sameign hússins er stigahús með lyftu og stiga og svo svalagöngum að hverri íbúð.
Á hverri hæð er svo sameign og séreignargeymslur. Í sameign eru sameiginlegar geymslur og inntaksrými.
Í anddyri eru póstkassar fyrir allar íbúðir ásamt myndavélasíma sem er tengdur í allar íbúðir. Á hverri hæð eru alls sjö íbúðir og sameign fyrir íbúðir auk sér geymslna og inntaksrýma.
Íbúðum er skilað fullbúnum með gólfefnum á öllum rýmum.
Íbúðirnar afhendast með ísskáp og uppþvottavél í eldhúsi.
Byggingaraðili er Fasteignafélagið Eign ehf Kt: 560621-1320.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat