Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Diðrik Stefánsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1962
svg
163,2 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

*Eign í tvíbýli ásamt aukaíbúð á jarðhæð *
LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir glæsilega 163,2 m2 4.herbergja íbúð með sér inngang, á miðhæð í tvíbýli við Arnarhraun 15, Hafnarfirði. Íbúðin skiptist í anddyrisgang, stofu, borðstofu sem var áður svefnherbergi og auðvelt er að breyta aftur, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi ásamt þriggja herbergja íbúð á jarðhæð (sama fastanúmer, stigi milli hæða hefur verið fjarlægður) einnig með sér inngang, sem skiptist í anddyri, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Svalir til suðurs út frá stofu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð. Geymsla (6,3 m2 ) í sameign sem er sameiginleg með efri hæð. Falleg fjölskylduíbúð í Hafnarfirði þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

 Helstu endurbætur síðustu ár.

 *Eignin var áður á tveim hæðum en árið 2023 létu eigendur aðskilja hæðirnar og útbjuggu 54 m2 séribúð á neðri hæð, þar sem stigi á milli     hæða var fjarlægður.
 *Nýjar rafmagnstöflur á báðum hæðum og nýtt rafmagn í mestum hluta eignarinnar.
 *Neðri íbúðin er með nýjum vatnslögnum, ofnakerfi og skólp innanhús.
 *Báðar íbúðirnar eru ný málaðar og með skemmtilegri hönnun með steypu áferð á veggjum.
 *Miðhæðin er nýuppgerð og með fljótandi síldarbeins parketi nema á baðherbergi og anddyri.
 *Á jarðhæð er vinylparket með viðaráferð.
 *Skipt hefur verið um þónokkur gler og lista sl. árin. 
 *2012 var skipt um þakjárn og þakrennur.
 *2020 til 2023 voru gerðar sprunguviðgerðir á ytra byrði og húsið málað 2023.

 
 Nánari lýsing efri hæð: Komið er inn i anddyri með góðu skápaplássi sem er lokað af með rennihurðum. Einnig er búið að útbúa þvottaaðstöðu þar.   sem stigi var þar áður milli hæða. Á gólfinu eru 60/60 flísar. 
 Eldhús með fallega hannaðri eldhúsinnréttingu, kopar vaski og krana og sérsmíðuðum borðplötum.
 Miðrými- Inn af anddyrinu er gengið inni parketlagt hol sem tengir öll rými eignarinnar.
 Stofan er í opnu rými sem búið er að hanna fallega steypuáferð á veggjum ásamt skemmtilegum veggplötum sem mynda hlýleika.  Gengið er út frá   stofu á snyrtilegar svalir sem snúa til suðurs. 
 Borðstofa (var herbergi): Auðvelt er að útbúa aftur rúmgott svefnherbergi. Falleg sérsmíðuð rennihurð.
 Svefnherbergi I: Gengið inn frá anddyri, rúmgott svefnherbergi.
 Svefnherbergi II: Frá holi er gengið inn í hjónaherbergi með stórum fataskáp með rennihurðum.
 Baðherbergið er flísalagt með hvítum flísum í hólf og gólf og baðkari. Það var tekið í gegn fyrir nokkrum árum af fyrri eigendum.
 Síldarbeinsharðparket er á allri miðhæðinni fyrir utan baðherbergi og anddyri.

 Nánari lýsing auka íbúð: Gengið er inn í anddyri um sér inngang.
 Eldhús: Fallegt með eyju og aðstöðu fyrir þvottavél. Búið er að gera ráð fyrir að hægt sé að setja helluborð í eyju og bakaraofn í innréttingu.
 Stofa: Stofan/ borðstofan er samliggjandi með eldhúsi í opnu rými.
 Baðherbergi: Baðherbergið er skemmtilega hannað með sturtu með gylltum blöndunartækjum , innréeting með vaski ofan á borðplötu með gylltum   blöndunartækjum og sérsmiðaðri rennihurð. 
 Svefnherbergi 1: Rúmgóður fataskápur er i barnaherberginu sem notað er sem vinnuherbergi i dag.
 Svefnherbergi 2: Hjónaherbergið er rúmgott með fataskáp og fallegri sérsmíðaðri rennihurð.
 Vinylparket er á allri íbúðinni.

Bílskúrsréttur fylgir eigninni .Lóðin er snyrtileg og vel hirt, með sólpalli og tunnuskýli og garðurinn er sameiginlegur með húsinu. Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is 

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. jún. 2022
61.650.000 kr.
83.000.000 kr.
163.2 m²
508.578 kr.
16. nóv. 2020
54.300.000 kr.
70.000.000 kr.
163.2 m²
428.922 kr.
7. júl. 2015
32.350.000 kr.
40.800.000 kr.
163.2 m²
250.000 kr.
8. jún. 2007
21.980.000 kr.
24.200.000 kr.
127.7 m²
189.507 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone