Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Vista
atvinnuhúsnæði

Fiskislóð 45

101 Reykjavík

64.900.000 kr.

590.000 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2312209

Fasteignamat

39.150.000 kr.

Brunabótamat

39.550.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2001
svg
110 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Laus strax

Lýsing

Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu; einstaka 86,2 fermetra vinnustofu/loft-íbúð á 2. hæð auk u.þ.b. 23,8 fermetra millilofts, sem ekki hefur verið skráð hjá HMS. Samtals er því eignarhlutinn um 110,0 fermetrar að stærð. Um er að ræða endabil og því stórir gluggar á tvo vegu. Eignin er skráð sem atvinnuhúsnæði en hefur verið breytt í fallega íbúð í stíl "New York loft-íbúðar" og er með flotuðum og lökkuðum gólfum. Gólfhitalagnir eru á aðalhæð. Mikil lofthæð er í eigninni, um 5,0 metrar þar sem hæst er. Stórir gluggar til suðausturs og suðvesturs sem gefa rýminu mikla birtu. Búið er að reisa grind fyrir aukaherbergi þar sem lofthæðin er mest í íbúðinni og myndast við það pallur sem tengist millilofti/svefnlofti. Gert er ráð fyrir vinnuaðstöðu á pallinum sem gengið er inn á frá svefnlofti. Það á eftir að fullklára herbergið, en setja þarf hurð og veggi í grindina ásamt því að setja upp handrið í kringum pallinn. Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á einum eftirsóttasta stað borgarinnar þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár. Mikil þjónusta er í hverfinu og margir veitingastaðir. Hér er um að ræða einstaka eign á frábærum stað í þessu skemmtilega hverfi. Eignir sem þessar koma sjaldan í sölu.  Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 779-1929 og á netfanginu heida@hallir.is.


Lýsing eignar:
Forstofa: Frá jarðhæð er lakkaður stigi upp á aðalhæð.
Alrými: Er stórt og bjart með mikilli lofthæð og gluggum í tvær áttir. Gler í gluggum er með sólarfilmum, en þær draga úr hita og útfjólubláum (UV) geislum og veita friðhelgi  Gólf eru flotuð og lökkuð. Rýmið rúmar vel setustofu og borðstofu.
Eldhús: Með flotuðu og lökkuðu gólfi. Hvít eldhúsinnrétting með eikarborðplötu. Flísar á milli innréttinga og hillna. Tengi fyrir þvottavél og uppþvottavél.
Herbergi: Er rúmgott og með flotuðu/lökkuðu gólfi og glugga til suðausturs.
Mögulegt lítið aukaherbergi: með flotuðu/lökkuðu gólfi og glugga með opnanlegu fagi til suðausturs. Búið er að reisa grindina og myndast við það pallur á þaki herbergis sem hægt er að nýta sem vinnuaðstöðu. Lokafrágangur er eftir, ss setja upp hurð og veggi í grindina ásamt handriði í kringum vinnustofu.
Baðherbergi: Flotað og lakkað gólf, flísalagðir veggir, vaskskápar og sturtuklefi. 
Gengið er upp á milliloft, sem er með fullri lofthæð, um lakkaðan stiga með handriði úr burstuðu stáli.
Rými/Svefnrými: sem er með flotuðu og lökkuðu gólfi með frístandandi baðkar fremst í rýminu sem gefur rýminu skemmtilegan svip, útgengi út á pall/vinnuaðstöðu sem er ekki inn í fermetratölu íbúðar.
Brunavarnir hússins eru til mikillar fyrirmyndar, gott vatnsúðakerfi og neyðarstigi út um glugga í aðalrýminu.
Eignin býður upp á mikla möguleika, t.d. er hægt að stækka baðherbergi, útbúa geymslu/þvottahús innan íbúðar og setja upp salerni og vask á millilofti/svefnrými
Lóðin er frágengin og malbikuð með bílastæðum, sem eru sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.


 

img
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Hallir Fasteignamiðlun ehf
Síðumúla 34, 108 Reykjavík
Hallir Fasteignamiðlun ehf

Hallir Fasteignamiðlun ehf

Síðumúla 34, 108 Reykjavík
phone
img

Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir

Síðumúla 34, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. des. 2022
28.500.000 kr.
60.000.000 kr.
86.2 m²
696.056 kr.
15. des. 2016
16.400.000 kr.
41.000.000 kr.
86.2 m²
475.638 kr.
22. júl. 2008
14.540.000 kr.
25.000.000 kr.
86.2 m²
290.023 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Hallir Fasteignamiðlun ehf

Hallir Fasteignamiðlun ehf

Síðumúla 34, 108 Reykjavík
phone

Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir

Síðumúla 34, 108 Reykjavík