Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Haukur Halldórsson
Vista
hæð

Skaftahlíð 26

105 Reykjavík

115.900.000 kr.

775.251 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2013657

Fasteignamat

94.150.000 kr.

Brunabótamat

59.460.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1955
svg
149,5 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs og Fasteignaland fasteignasala kynna glæsilega 150 fm fjögurra herbergja eign á fyrstu hæð með þremur svefnherbergjum í vel við höldnu fjórbýli við Skaftahlíð 26, 105 Reykjavík.

Lýsing eignar:
Vel skipulögð og hlýleg íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í fjórbýli í Skaftahlíð 26 sem hefur fengið gott viðhald. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, stórar samliggjandi stofur og glæsilegt eldhús. 
Íbúðin var öll uppgerð árið 2007, eldhús og bað endurnýjað, lagt nýtt rafmagn að hluta, ný tafla og nýjar neysluvatnslagnir. Dregið var í net- og sjónvarpskapla fyrir öll herbergi og settir upp nýir tenglar og dimmerar. Gegnheilt eikarparket lagt á stofu, öll herbergi og gang, flísar annars með hita í gólfi að hluta. Húsið var múrviðgert og málað að utan 2020, þá voru öll svalahandrið löguð sem voru komin á tíma o.fl. Þakið var málað árið 2019. Þakjárn og rennur endurnýjaðar 2011. Drenað árið 2003/4, bílaplan hellulagt og sett snjóbræðslukerfi. 

Nánar um eign:
Komið er inn um sérinngang í flísalagða forstofu með fatahengi og skáp. Úr forstofu er gengið inn í rúmgott hol með frönskum glugga í vestur sem gefur góða birtu. Þaðan er opið inn í eldhúsið sem er með borðkrók, góðu skúffu- og skápaplássi og tvöföldum ísskáp með klakavél. Dökkt granít og eik er á bekkjum en veggflísar úr náttúrusteini setja svip á rýmið. Eldhúsvifta blæs út í skorstein. Úr holinu er einnig hægt að ganga inni í stofur, herbergisgang barnaherbergi/kontór með gluggum til suðurs og vesturs. Tekkhurðir setja fallegan svip og hæfa tíðaranda hússins. Stofa og borðstofa eru í opnu rými með stórum gluggum til þriggja átta sem gefa góða birtu. Útgengi er út á svalir með viðarflísum, opnar í suður og vestur með ágætu útsýni. Baðherbergi er með upphengdu salerni, handklæðaofni, steyptu baðkari og sturtu með innfeldum blöndunartækjum. Flísar eru á gólfi, veggjum og innfelldum skápum/hillum. Hjónaherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi og svölum til austurs með viðarflísum. Gott barnaherbergi með glugga í austur. Gegnheilt eikarparket er í stofu og öllum herbergjum. Á svefnherbergisgangi er góður skápur með fatahengi og hillum. 

Úr forstofu er gengið niður í sameign hússins. Þar er góð sérgeymsla sem fylgir íbúðinni og rúmgott sameiginlegt þvottahús með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Stór skápur með hillum í þvottahúsi fylgir íbúðinni. 
Bílskúrinn er með rafmagni og hita ásamt köldu og heitu neysluvatni. Hurð með sjálfvirkum opnara. Gluggar eru á allri norðurhlið skúrsins. 
Húsið var teiknað af Sigmundi Halldórssyni og byggt árið 1954, íbúðin er skráð 121,5 fm og bílskúr 28 fm. Sameign er ekki inni í fermetratölu. Á teikningu er stigi af svölum niður í garð en hann hefur verið fjarlægður.

Íbúðin er vel staðsett í lokuðum botnlanga í grónu hverfi miðsvæðis í borginni, í göngufæri við skóla og leikskóla, stutt er í verslanir og þjónustu, s.s. Kringluna, Sundhöll Reykjavíkur og útivistarsvæði á Klambratúni og við Öskjuhlíð. Mjög gott aðgengi út á helstu stofnbrautir og stutt í almenningssamgöngur með strætótengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar veita:
Hrönn Ingólfsdóttir löggiltur fasteignasali, s. 692-3344, hronn@fasteignaland.is
Haukur Halldórsson löggiltur fasteignasali / s.6959990 / haukur@fasteignaland.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.



 

img
Haukur Halldórsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignaland ehf
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Faxafeni 10, 108 Reykjavík
img

Haukur Halldórsson

Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Faxafeni 10, 108 Reykjavík

Haukur Halldórsson

Faxafeni 10, 108 Reykjavík