Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Daði Hafþórsson
Gunnar Helgi Einarsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Lilja Guðmundsdóttir
Jenný Sandra Gunnarsdóttir
Ingimar Óskar Másson
Kári Sighvatsson
Upplýsingar
svg
Byggt 2005
svg
277,6 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Eignamiðlun kynnir:

Sérlega vandað og glæsilegt einbýli á þremur pöllum, mikil loftæð, stórkostlegt útsýni, mjög vandaðar innréttingar, stór vel búinn bílskúr og afar falleg útisvæði. Frábærlega hannað að utan sem innan af Björgvin Snæbjörnssyni arkitekt. Húsið fékk hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar 2006. Samtals birt stærð hússins er 277,6 fermetrar, þar af er bílskúr 72,6 fermetrar. Ekki verður haldið opið hús á eigninni, heldur verður hún eingöngu sýnd í einkaskoðun. Hringið í Ólaf til að bóka skoðun.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina. 
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT


Góð aðkoma er að húsinu með stóru hellulögðu bílastæði og góðu rými fyrir bíla og ferðavagna. Gengið er inn á jarðæð hússins við hlið bílskúrs, undir svölum sem mynda skyggni yfir innganginn. Komið er inn í forstofu með fataskáp, þaðan gengið í gang eða innri forstofu þar sem er stigi til efri hæða beint framundan, dyr að baðherbergi við hlið stiga og dyr í þvottahús til vinstri. Baðherbergið við hlið stigans er klætt með ljósum sandsteini, gólf og veggir, með vegghengdu salerni og göngusturtu. Gólfhiti er á baðinu sem og í öllu húsinu. Til að nýta rými undir stiga hefur verið komið fyrir mjög notadrjúgum skáp undir stiganum. Skápurinn er sérsmíðaður, eins og allar innréttingar hússins.

Sandsteinsflísar eru á forstofu, gangi og baði á neðri hæð. Sami steinn er einnig á baðgólfi á miðpalli. Á stigum, stofum, herbergjum og gangi efri palla er mjög vandað gegnheilt niðurlímt hnotuparket. Gólfhitakerfi er í öllu húsinu.

Þvottahús er rúmgott, með góðri vinnuaðstöðu og loftræstingu. Úr þvottahúsi er innangengt í tvöfaldan mjög vel búinn bílskúr, með epoxy á gólfum og góðu geymsluplássi, hleðslustöð og tveimur vönduðum innkeyrsludyrum.

Stigi er frá gangi jarðæðar upp á efri palla hússins. Stigahandrið úr hertu gleri er á efri hluta stigans, næturlýsing við stigaþrep. Gengið er upp hálfa hæð frá jarðhæð þar sem eldhús og borðstofa er á vinstri hönd og svefnherbergisgangur á hægri hönd. Mikil lofthæð er eldhúsi og borstofu, og er rýmið einkar glæsilegt. Hvít sérsmíðuð eldhúsinnrétting með stórri eyju, skápum til lofts, gaseldavél, innbyggðum ísskáp, vönduðum bakarofni, glæsilegum háfi úr burstuðu stáli og vínkælir innbyggður í eyjuna. Steinn á borðum. Mikil lofthæð og gólfsíður gluggi við borðstofuborð setja mikinn svip á rýmið. Dyr úr eldhúsi út á sólpall þar sem er gott skjól og pláss fyrir grill.

Úr borðstofu er stigi upp hálfa hæð til viðbótar upp í stofu hússins, þar sem eru gólfsíðir gluggar að hluta, útsýnisgluggi í augnhæð þegar setið er í stofunni, dyr útá svalir yfir inngangi, dyr útá svalir á bílskúrsþaki og glæsilegur gasarin með ljósum sandsteinsflísum á vegg umhverfis arin. Stofan er einstaklega vistleg.

Á svefnherbergisgangi er rúmgott hjónaherbergi, eitt rúmgott barnaherbergi og annað minna, fataherbergi innaf hjónaherbergi, rúmgott glæsilegt baðherbergi, dyr af gangi útá pall þar sem er heitur pottur og útisturta. Baðherbergi er flísalagt með sandsteini, og með glæsilegri viðarklæðningu á einum vegg, vegghengdu salerni, sturtuklefa, baðkari undir glugga, innréttingum og handklæðaofni. Dyr eru úr baði inní fataherbergi og þaðan í hjónaherbergi.

Útisvæði kringum húsið eru vönduð og nýtast vel. Svalir eru frá stofu, aðrar svalir frá stofu ofan á bílskúr, en mikið útsýni er af báðum svölum sem báðar eru með handriðum út hertu gleri sem ekki hindra útsýni. Af svölum á bílskúrsþaki eru tröppur niður í garð, þar sem er sólpallur við eldhúsdyr, með góðri grillaðstöðu. Timburklædd gönguleið tengir pallana kringum húsið að pöllum útfrá svefnherbergi, þar sem eru skjólveggir, pottur og útisturta ásamt skjólsælum svæðum fyrir garðstóla. Pallar eru klæddir með viðhaldsléttum harðviði, sem einnig er á útveggjum hússins að hluta og setur mikinn svip á bygginguna. Lýsing er allt í kringum húsið.

Húsið er vel umgengið og hefur að því er séð verður notið góðrar umhirðu eiganda sem byggði húsið fyrir sig og sína fjölskyldu. Stórglæsileg frábærlega hönnuð og vönduð eign sem nauðsynlegt er að skoða. Stórkostlegt útsýni.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegi 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík