Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1926
svg
92,3 m²
svg
6 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

**Seld með fyrirvara**

Guðrún Lilja lögg. fasteignasali og RE/MAX kynna í einkasölu: Virkilega falleg, björt og töluvert endurnýjuð 92,3 fm. íbúð á tveimur hæðum í góðu steinsteyptu húsi byggt 1926 við Njarðargötu 29, 101 Reykjavík.   Íbúðin er einstaklega sjarmerandi og skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús sem er opið inn til borðstofu, stofu og sjónvarpsstofu.  Efri hæð skiptist í opið rými, þrjú svefnherbergi og fataherbergi. Einnig er geymslurými undir súð.  Fallegt útsýni er úr íbúðinni.   


Einstök eign á góðum og rólegum stað í hjarta Reykjavíkur þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir.  Eignin hefur verið mikið endurnýjuð af núverandi eigendum á afar vandaðan og smekklegan hátt.

** Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is ** 


KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

NÁÐU Í SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nánari lýsing neðri hæð:
Forstofa
er með nýlegri svartri hurð með gluggum. Nýjar flísar á gólfum frá Flísabúðinni. Í forstofu er lítið herbergi með þvottaaðstöðu.
Baðherbergi er nýlega tekið í gegn.  Einstaklega falleg innrétting með vaski frá Dekkor, jafnframt eru blöndunartæki og sturtugler frá þeim. Versace flísar eru í sturtubotni.  Gólfhiti er tengdur við handklæðaofn og upphengt salerni frá Tengi. Stór og bjartur gluggi með opnanlegu fagi. Flísar frá Flísabúðinni.
Eldhús er nýlega tekið í gegn.  Falleg innrétting úr við og skápafrontar frá HAF-studio með innfelldum ísskáp og uppþvottavél.  Borðplatan er vönduð, hvít póleraðuð Macaubas-kvartsít frá Fígaró. Undirlímdur vaskur, innfellt spanhelluborð og bökunarofn. Eldhús er opið til borðstofu, með stórum og björtum gluggum.  Settur var nýr gluggi þar 2019 með flóttaleið.
Stofa- og sjónvarpsstofa er rúmgóð og björt í samliggjandi rými. Veggur í stofu var tekinn niður og opnað á milli 2021.

Nánari lýsing efri hæð:
Gengið er upp fallegan stiga á milli hæða í opið rými á efri hæð. Efri hæð er að hluta undir súð og því gólfflötur stærri en uppgefnir fm.
Svefnherbergin eru þrjú. Eitt herbergið/skrifstofan var nýlega gert fokhelt, sett ný einangrun, nýtt rafmagn og tenglar.  
Fataherbergi er við hlið hjónaherbergis og getur einnig nýst sem barnaherbergi.
Í opnu rými er gott geymslupláss undir súð, stúkað af með hurðum.  Einnig er stigi/flóttaleið upp á þak.

Úr sameign á neðri hæð er útgengt út á sameiginlegt svæði með hellulagðri verönd.  Bílastæði eru almenn fyrir framan hús og kostur að ekki sé gjaldskylda í dag.  Ekki er formlegt húsfélag starfandi í húsinu.

Helstu framkvæmdir og viðhald síðustu ára:
2021:

- Settur hiti í gólf á neðri hæð á alrými og sett nýtt harðparket.
- Öll neðri hæð gerð fokheld út að steypu og einangrun endurnýjuð skv. núverandi byggingarstöðlum og heldur því betur hita. Efri hæðin var einnig yfirfarin og var metin í góðu ástandi og ekki talin þörf á að endurnýja út að ytra byrði.
- Dregið var í nýtt rafmagn á allri neðri hæð og sett ný rafmagnstafla. Jafnframt voru settir nýir tenglar og rofar.  Á efri hæð var rafmagn yfirfarið og skipt út þar sem þörf var á. 
- Stigi milli hæða var yfirfarinn, teppi var tekið af. Stigi pússaður og lakkaður/málaður upp á nýtt.
- Veggir á efri hæð yfirfarnir, heilsparslaðir að hluta og málaðir. 

2019:
- Þakgluggar á efstu hæð endurnýjaðir. Einnig var þak yfirfarið, háþrýstiþvegið og málað, metið í góðu ástandi.
- Húsið var sprunguviðgert að utan eftir þörfum, háþrýstiþvegið og málað.

2018:
- Gluggar og gler á miðhæð endurnýjað.

Lagnir hafa jafnframt verið endurnýjaðar þar sem þörf var á og í kjallara voru lagnir yfirfarnar.  Ljósleiðari er jafnframt til staðar.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
 

img
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. des. 2020
54.250.000 kr.
57.500.000 kr.
122.8 m²
468.241 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík