Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Borga Harðardóttir
Brynja Þyrí Guðjónsdóttir
Vista
sumarhús

B-Gata 17

805 Selfoss

39.700.000 kr.

751.894 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2208182

Fasteignamat

31.100.000 kr.

Brunabótamat

28.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1992
svg
52,8 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

VALBORG FASTEIGNASALA KYNNIR Í EINKASÖLU: B-GATA 17, 805 Selfoss. Sumarhús í Grímsnesi á eignarlóð.
Tvö svefnherbergi, geymsluskúr, pallur umhverfis húsið. Svæðinu er lokað með rafmagnhliði.
Skemmtileg staðsetning nærri byggð en þó í sveit. Stutt í margar af helstu perlum landsins.
Eignin er 52.8 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands auk geymsluskúrs.
Húsið er byggt úr timbri, staðsett rétt austan við Þrastarlund og stendur á eignarlóð.
Húsið telur forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu í einu opnu rými ásamt geymsluskúr.
Töluverðar endurbætur árið 2021, sjá neðar í auglýsingu. Heitt vatn komið að lóðarmörkum.


Nánari upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson löggiltur fasteignasali, í síma 8233300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.

Nánari lýsing:
Gengið inn í anddyri baka til. Niðurtekið loft.
Lítið svefnherbergi til vinstri við anddyri. Upptekið loft. Gluggar á tvo vegu.
Hægra megin við anddyri er salerni.
Rúmgott svefnherbergi, upptekið loft. Gluggar á tveim hliðum.
Búið er að opna milli eldhúss og stofu og fjarlægja svefnloft sem var yfir hluta þess rýmis svo nú er upptekið loft yfir öllu rýminu. Gluggar á þrjá vegu. Klætt hefur verið yfir hurð á framhlið til að búa til meira veggpláss í rýminu. Ný eldhúsinnrétting. Nýtt gólfefni, panell hefur verið fjarlægður að hluta til og veggir klæddir upp á nýtt.
Pallur umhverfis húsið. 
Geymsluskúr bak við hús en honum hefur verið breytt í baðherbergi með þvottaaðstöðu.
Húsið er kynnt með varmaskipti og rafmagni en lagnir fyrir heitt vatn eru komnar að lóðarmörkum.

Framkvæmdir frá 2021:
Stofa/eldhús: Skipt um bita í útvegg, ný grind, ný einangrun, skipt út veggklæðningu að innan, ný málað og nýtt gólfefni. Ný eldhúsinnrétting.
Minna svefnherbergið málað og klætt með spónaplötum, nýtt gólfefni.
Nýtt klósett og handlaug.
Geymsluskúr endurbyggður og breytt í baðherbergi með þvottaaðstöðu.

Pallur pússaður að hluta.
Suðurgafl klæddur með liggjandi báru.
Hús og þak málað.
Ný loftljós.
Ný gólfefni.


Húsið stendur á um 2.000 m2 gróinni eignarlóð og hlutdeild í sameiginlegu óskiptu landi er 4521 m2, samtals 6.521 m2.
Í göngufæri frá húsinu er stórt opið svæði en þar eru bæði körfuboltavöllur og fótboltavöllur.
Gjald í félag á svæðinu er 30þ pr. ár. Rafmagnshlið stýrt með síma lokar svæðinu.

Svæðið er við mót Biskupstungnabrautar (35) og Þingvallavegar (36).
Selfoss í aðeins 10 mín fjarlægð.

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Valborg - fast. og ráðgj. ehf kynnir eignina Ástu-Sólliljugata 6, 270 Mosfellsbær, nánar tiltekið eign merkt 010201 & 010103, fastanúmer 250-2549 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarrétt.
 

Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. des. 2020
18.050.000 kr.
16.700.000 kr.
52.8 m²
316.288 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone