Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Upplýsingar
svg
Byggt 2008
svg
20,4 m²
svg
1 herb.
svg
1 baðherb.
svg
Sérinngangur

Lýsing

RE/MAX -Sigrún Gréta kynnir sumarhús á 9.416 m2 eignarlandi í skipulagðri frístundabyggð í Kiðjabergi í Grímsnes- og grafningshreppi. Á lóðinni er 20,4 m2 sumarhús og grunnur að 4ra herb. sumarbústað og liggur fyrir teikning að honum. Byggingarmagn á lóðinni er 200 m2 + 40 m2 auka bygging. Á lóðinni er einnig lítill geymsluskúr, gróðurhús og góður einangraður gámur.
Lóðin stendur það hátt að það fæst virkilega gott útsýni yfir Hvítá. Golfvöllurinn Kiðjaberg er á svæðinu og getur m.a. golfbíll o.fl. fylgt eigninni. Einnig er stutt í sundlaug að Borg í Grímsnesi.


Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing eignar:
Sumarhúsið er 20 m2, lítur vel út og hefur fengið gott viðhald. Alrýmið skipar stofu, svefnaðstöðu og eldhúsinnréttingu. Inn af alrými er salerni og þar er hitakútur staðsettur. Stór viðarverönd með skjólgirðingu er umhverfis hús. Við pall er útisturta.
Teikningar af stærra sumarhúsi liggja fyrir og er byggingin sem fyrirhugað var að byggja á nýjum grunni með 100 m2 gólffleti. Grunnurinn er uppfylltur með möl.
Skv. upplýsingum frá byggingarfulltrúa er heimilt að byggja allt að 200 m2 aðalbyggingu og 40 m2 aukahús.
Lagt hefur verið fyrir heitu og köldu vatni að bústað.
Á lóðinni er einnig garðskúr, vinnuskúr og gróðurhús. Einnig er þar einangraður um 20 feta gámur með tvöföldum glugga og dúklögðu gólfi. Það sem í honum er fylgir s.s. lítill ísskápur, koja (neðri er 140 cm og efri 80 cm), skrifborð. Fleira fylgir af innanstokksmunum úr bústaðnum og er það listað upp hér: tvö rúm m/yfirdýnu, sængurfötum, nýlegri ábreiðu og púðum. Rúm keypt í BB rúm árið 2020. Hornskápur með leirtaui, lítill ísskápur, lítill ofn og spanhelluborð frá IKEA. Úti á lóð er einnig ræktunarkassi, sandkassi, garðverkfæri og fullt af timbri og staurum sem fylgir.
Á svæðinu er sameiginlegt svæði sem allir hafa jafnan aðgang að. Útiskemmtiaðstaða í Kinnhesti. Þar er salerni, grillaðstaða, frispígolfvöllur, fótboltavöllur og leiksvæði. Sumarbústaðafélagið rekur það. Um Verzlunarmannahelgar er þar fjölskylduskemmmtun og kvöldvaka. Árgjald í lóðarfélagið er 30.000 kr. og er þegar greitt. Það snýr m.a. að rekstri aðgangshliðs inn á svæðið, viðhald á vegi og girðingum sem og snjómokstri (á föstudögum og sunnudögum) á stofnvegi. Einnig er félagið "Vatnsveitan Buna" sem er með kalda vatnið og er árgjaldið þar, 5.000 kr., einnig greitt.
Til að komast inn á svæðið er aðgangshlið sem opnað er með símhringingu.

Golfklúbbur Kiðjabergs.
Kaffi Kið við golfvöllinn.

Áætlað fasteignamat fyrir árið 2025: 19.000.000 kr.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone