Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1982
svg
268,4 m²
svg
9 herb.
svg
3 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

ATH. Eignin er seld -  vertu tilbúin/n og fáðu frítt verðmat www.propperty.is 

Erling Proppé lgf. & Remax kynna fallegt og vel staðsett einbýlishús með æðislegri sólarverönd og nýlegri aukaíbúð við Brekkutún 20, 200 kópavogi. 

-//- Mjög vel staðsett með fallegu útsýni yfir Fossvog og nágrenni.
-//- Gróinn grænn garður umlykur húsið
-//- Stór verönd til suðurs og vesturs, sannkallaður sælureitur. 
-//- Tvö bílastæði á lóð fylgja eigninni
-//- Nýleg aukaíbúð á jarðhæð
-//- Möguleiki á að gera aðra stúdíóíbúð
-//- Stutt er skóla-, leikskóla og íþróttasvæði sem og alla helstu þjónustu og fallegar gönguleiðir um Fossvog


Húsið er steinsteypt, byggt árið 1982, og er skv FMR. 268,4 fm.
- Fyrsta hæð: 101,3 fm.
- Miðhæð: 95,1 fm.
- Efsta hæð: 72 fm.


Allar nánari upplýsingar veitir Erling Proppé .lgf  //  690-1300 //  erling@remax.is  

Húsið skiptist í þrjár hæðir, Stiginn á milli mið hæð og efstu hæð er með fallegu handriði og þakglugga fyrir ofan sem gefur góða birtu.
Fyrsta hæð skiptist í: aukaíbúð, þvottahús, geymslurými.
Miðhæð skiptist í: gestasnyrtingu, eldhús, búr, svefnherbergi I, stór stofa og borðstofa, útgengt út í garð og verönd til suðurs og vesturs.
Efsta hæð skiptist í: sjónvarpshol (möguleiki að breyta í herbergi), baðherbergi og 3 svefnherbergi.

Nánari lýsing:
Fyrsta hæð:

Bílskúrnum var breytt í 2 herbergja aukaíbúð, grafið var frá húsinu, sagað út fyrir góðum gluggum, lagður gólfhiti í alla íbúðina, lagðar neysluvatnslagnir, skolplagnir, rafmagn, íbúðin innréttuð mjög smekklega.
Aukaíbúð:
-- Andyri
með harðparket á gólfum, stórum gluggum sem gefa birtu inn í íbúð, góðir fataskápar og setbekkur með skúffum.  
-- Baðherbergið er mjög smekklega innréttað, flísalagt hólf í gólf, vegghengt klósett, falleg innrétting, sturtuklefi með fallegum flísum, innfelldri sápuhillu í vegg og glerskilrúmi, handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél.
-- Eldhús / Stofa er eitt sameiginlegt rými, falleg og vel skipulögð innrétting með eyju, spanhelluborð, bakaraofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél, á gangi er einnig góð geymsla sem fer undir stigan.
-- Sjónvarpsrými er stúkað af í stofunni
-- Svefnherbergi er inn af stofu, mjög rúmgott með góðum skápum. 
Þvottahúsið er mjög stórt og nýtist einnig sem fatahengi og er útgengt þar að framanverðu, hér væri möguleiki að útbúa stúdíóíbúð með sérinngangi. 
Geymslurýmið er inn af þvottahúsi.

Miðhæð:
Anddyrið er með flisum á gólfi og fataskápum.
Gestasnyrtingin er með flísum á gólfi, upphengt salerni og snyrtilegum vaskaskáp. Gluggi til austurs.
Stofa/borðstofa er með góðum gluggum í allar áttir og parket á gólfi. Gólfsíðir gluggar til vesturs og góðir gluggar til suðurs og norðurs í borðstofunni, mjög skemmtilegt og bjart rými.
Verönd: Er mjög rúmgóð og sólrík í suður og vestur, umlukin gróðri og skjólgóð. Einnig eru góðir hindberja-, sólberja- og rifsberjarunnar skv. seljanda. 
Eldhúsið er með góðri innréttingu. Gott skápapláss og gott vinnurými. Ofn í góðri vinnuhæð. Eldhúsið er rúmgott með góðum borðkrók. Korkflísar á gólfi og flísar milli borðs og skápa. Gluggar til austurs og suðurs.
Búrið er með góðum hillum og er við hlið eldhúsins

Efsta hæð:
Hjónaherbergið er með parket á gólfi, góðum skápum og útgengt út á svalir til suðurs. Geymslurými inn af herbergi.
Sjónvarpsholið með parket á gólfi með gluggum til austurs. Möguleiki er og fordæmi fyrir því að breyta í svefnherbergi.
Baðherbergið hefur verið endurnýjað á smekklegan máta með góðri innréttingu. Flísar á gólfi og hluta veggja. Upphengt salerni, baðkar og sturta. Gólfhiti og gluggi til norðurs.
Svefnherbergi II með parket á gólfi og glugga til suðurs.
Svefnherbergi III er með parket á gólfi og gluggum til norðurs og vesturs.

Viðhaldssagan:
2004 skipt um eldhúsinnréttingu á aðalhæð
2006 pallurinn byggður og garðinum gjörbreytt
2008 baðherbergi á efstu hæð endurnýjað
2015 skipt um þakkant að mestu og þak og veggir að utan málað
2016 skipt um parkett og hurðar
2017 baðherbergi á miðhæð endurnýjað og flísar í anddyri
2021 kaldavatnslagnir hreinsaðar og fóðraðar. Skipt um þrýstijafnara fyrir heita vatnið og fleira því tengt.
2018 og 2021 skipt um hluta rúða 
2022 var aukaíbúð útbúin í kjallara með tilheyrandi framkvæmdum sem teknar eru fram hér að ofan.

Um er að ræða frábæra og vel staðsetta fölskyldueign þar sem stutt er í skóla og aðra þjónustu. Skjólgóður garður og verönd til suðurs og vesturs.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við: 
Erling Proppé lgf.  // 690-1300 //  erling@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

 

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. feb. 2022
96.500.000 kr.
117.800.000 kr.
268.4 m²
438.897 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone