Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
sumarhús

Heiðarbyggð 31

606 Akureyri

44.900.000 kr.

452.165 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2320347

Fasteignamat

33.900.000 kr.

Brunabótamat

41.100.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1988
svg
99,3 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Sumarhús við Heiðarbyggð í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri - samtals 99,3 m² að stærð.

Húsið skiptist í forstofu, geymslu/tæknirými, stofu og eldhús í einu rúmgóðu alrými, baðherbergi og tvö svefnherbergi.

Forstofan
er með ljósu harðparketi á gólfi
Geymsla og tæknirými er innaf forstofu.
Eldhús og stofa er í einu opnu rúmgóðu alrými hvar loft eru tekin upp.  Nýleg sprautulökkuð eldhúsinnrétting með eldunareyju.  Útgangur er á rúmgóða verönd úr eldhúsi.
Svefnherbergin eru tvö og eru þau bæði rúmgóð.  Í öðru herbergjanna hafa loft verið tekin niður þar er innfell lýsing.  Hitt herbergið er með svefnplássi fyrir 5 - 6 manns og þar eru m.a. þrjú upphengd svefnpláss/rúm.
Baðherbergið er flísalagt bæði gólf og veggir.  Á baðherberginu er sturta, upphengt wc og handklæðaofn.
Rúmgóð verönd er með suður og vesturhlið hússins og þar er heitur pottur.

Húsið er með skráð byggingarár 1988 og flutt á núverandi stað árið 2008.   Húsið var allt tekið í gegn að innan árið 2018 og þá var skipt um öll gólfefni, eldhús og baðherbergi endurnýjað og loft tekin niður í svefnherbergi.  Einnig voru raflagnir endurnýjaðar að hluta.

Annað
- Lóðin er 3.225 m² leigulóð.
- Rafmagnskynding er í húsinu með vatnsofnum og varmadælu.
- Vatnsinntak var endurnýjað 2024.
- Frábært útsýni


Upplýsingar um rekstrarkostnað:
- Lóðarleiga kr. 110.000.- á ári
- Hverfisfélag kr. 6.500.- á mánuði
- Rafmagn kr. 30.000.- (heitur pottur alltaf í gangi)

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
 

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone