Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1934
113,7 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsileg mikið endurnýjuð 113.7fm 4ra herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýli við Tjarnargötu. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og gang. Svalir útaf eldhúsi. Aukin lofthæð er í íbúðinni. Geymsla fylgir í kjallara. Sameiginlegt þvottahús. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni m.a. yfir Tjörnina og Ráðhús Reykjavíkur. Íbúðin er laus við kaupsamning.Nánari lýsing:
Komið er inn á parketlagðan gang með fataskápum.
Stofan mjög rúmgóð, björt og með stórum gluggum. Mikið útsýni yfir miðbæinn. Parket á gólfum.
Eldhúsið hefur verið endurnýjað og er opið inná ganginn. Gólf í eldhúsi eru parketlögð. Falleg ný ljósgrá innrétting er í eldhúsi. Ljós borðplata. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Ofn í vinnuhæð og spanhelluborð.
Herbergin eru þrjú. Tvö þeirra rúmgóð með fataskápum. Þriðja herbergið er minna og án skápa. Parket á gólfum. Möguleiki er á að opna eitt herbergið inn í stofu og stækka stofuna.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og hluta veggja. Sturta með glerskilrými. Upphengt salerni. Tengi fyrir þvottavél. Ný ljósgrá innrétting.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð 105,3 fm og geymsla í kjallara 8,4 fm, samtals 113.7 fm.
Endurbætur á íbúð:
- Gólf slípuð og parketlögð
- Loftklæðningar í eldhúsi og á baði rifnar niður. Loft á baði og í eldhúsi tekin niður og klætt með gifsi.
- Inn veggir endurnýjaðir að mestu leiti.
- Raflagnir yfirfarnar og endurnýjaðar að mestu leiti.
- Neysluvatnslagnir innan íbúðar endurnýjaðar.
- Ný gólfefni og hurðar
- Eldhús endurnýjað
- Baðherbergi endurnýjað
- Veggir sparslaðir og íbúðin máluð.
Það liggur fyrir að skipta um glugga á austurhlið hússins og mun seljandi greiða fyrir þá framkvæmd.
Nánari upplýsingar veita
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í s: 867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, í s: 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. sep. 2022
54.600.000 kr.
62.000.000 kr.
113.7 m²
545.295 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024