Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1946
99,8 m²
3 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf sími 570-4824.
Mávahlíð 21 íbúð á 2. hæð.Rúmgóð 94,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Mávahlíð 21 og 5 fm geymsla í kjallara samtals 99,8 fm. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Sameiginlegur inngangur með risi. Mávahlíð 19-21 liggja saman og telur samtals 7 íbúðir.
Innan íbúðar er rúmgott hjónaherbergi, auk samliggjandi stofu og borðstofu með rennihurð á milli ( hægt að nýta aðra stofuna sem svefnherbergi). Forstofa og rúmgott hol með fataskáp.
Úr stofu er gengið út á suðursvalir. Stórt og rúmgott eldhús með eldri innréttingu og borðkrók. Baðherbergið er flísalagt, baðkar, upphengt klósett. Í kjallara er sérgeymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi.
Eftirfarandi endurbætur hafa verið á liðnum árum við sameign að sögn seljanda :
Hús var endursteinað að utan á suður og vesturhlið hússins Mávahlíð 19-21 og gluggar og gler endurnýjaðir ásamt svölum. ( gluggar og gler í stigagangi nr. 21 og sameign í kjallara 21 ekki endurnýjaðir)
Járn á þaki stendur til að endurnýja haustið 2024 og verklok áætluð í nóvember 2024 ( greiðist af seljanda).
Skolplögn undir húsi 21 endurnýjuð 2003, frá brunni í garði út í götu 2013.
Drenlögn meðfram húsi nr. 21 endurnýjuð 2021
Útitröppur við aðal inngang viðgerðar 2021
Lagnakerfi Mávahlíð 19-21 eru aðskilin.
Stutt er í leikskóla og grunnskóla, útivistarsvæði á Klambratúni, alla helstu þjónustu og verslanir.
Allar nánari uppl. veitir Hákon á hakon@valfell.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
26. ágú. 2021
50.800.000 kr.
52.900.000 kr.
99.8 m²
530.060 kr.
27. jún. 2018
43.000.000 kr.
40.500.000 kr.
99.8 m²
405.812 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024