Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1957
95,7 m²
4 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög falleg og mikið endurnýjuð 95,7 fm 4ra herbergja íbúð á 4.hæð í fjölbýlishúsi við Eskihlíð 22a í Reykjavík. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Svalir til suðausturs útaf stofum. Sér geymsla í kjallara. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni m.a. sjávarsýn.Nánari upp. veita: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, magnea@eignamidlun.is og Sverrir Kristinsson lg.fs.
Nánari lýsing:
Hol: Komið er inn í parketlagt hol með skápum.
Tvær stofur: Tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli. Gólf er parketlagt. Auðvelt væri að nýta aðra stofuna sem herbergi. Svalir til suðausturs eru útaf stofum.
Eldhús: Eldhúsið hefur verið endurnýjað. Falleg ljós innrétting. Pláss fyrir uppþvottavél. Borðkrókur er í eldhúis.
Herbergi I: Rúmgott parketlagt herbergi með skápum.
Herbergi II: Parketlagt herbergi með skápum.
Baðherbergi: Baðherbergið var endurnýjað árið 2013. Sturta. Flísar eru á gólfi og veggjum. Lögn fyrir þvottavél er á baðherbergi. Gluggi er á baðherbergi.
Geymsla: Sér geymsla er í kjallara.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er í kjallara (hver með sína vél).
Gólfefni í íbúðinni voru endurnýjuð árið 2013.
Framkvæmdir utanhúss:
Árið 2001: Járn á þaki endurnýjað.
Árið 2014: Endurnýjun/fóðrun á frárennslislögnum.
Árið 2017: Þak hússins málað.
Árið 2018: Gluggar og gler endurnýjað í stofum í íbúðinni. Svalahurð endurnýjuð. Gler í gluggum endurnýjað í herbergjum í íbúðinni.
Árið 2020: Hús múrviðgert og sléttir fletir málaðir.
Mjög góð staðsetning. Örstutt í leikskóla, skóla, verslanir og alla helstu þjónustu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. júl. 2006
17.410.000 kr.
19.900.000 kr.
95.7 m²
207.941 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024