Lýsing
Skipulag eignar: Sameiginlegur inngangur, gengið inn um anddyri, eldhús er á hægri hönd, svefnherbergi og baðherbergi og tvær stofur. Teppalagður stigi upp á aðra hæð þar sem eru tvö herbergi, geymslurými og hol.
Nánari lýsing neðri hæð:
Anddyri: Dökkar flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með fataskáp. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Með fallegri innréttingu frá Ikea. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með walk in sturtu, handklæðaofni og pláss fyrir þvottavél og þurrkara inni í innréttingu.
Stofa: Tvær bjartar samliggjandi stofur með dökku harðparketi
Nánari lýsing efri hæð:
Stigi: Teppalagðar tröppur
Hol: Flotað gólf
Herbergi 1: Mjög rúmgott hergergi með ljósu harðparketi
Herbergi 2: Mjög rúmgott herbergi með flotuðu gólfi
Kjallari: Sérgeymsla er í kjallara og sameiginlegt þvottahús sem er þó ekki nýtt sem slíkt.
Húsið: Er steypt og var byggt 1949
Bílskúr: Er steyptur, upphitaður og með rennandi vatni. Það var drenað í kringum bílskúrinn 2019. Kominn tími á múrverk og glugga.
Lóðin: Er stór og er sameign allra. Möl í innkeyrslu og stæði fyrir framan bílskúr.
Seljandi leggur ríka áherslu á skoðunarskyldu kaupanda því íbúðin hefur verið í útleigu í nokkur ár.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veita:
María Steinunn Jóhannesdóttir löggiltur fasteignasali, sími 849 5002 / maria@helgafellfasteignasala.is
Rúnar Þór Árnason, löggiltur fasteignasali, sími 775 5805 / runar@helgafellfasteignasala.is.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.