Lýsing
Björt, falleg og vel skipulögð 4-ra herbergja endaíbúð á annarri hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í lokaðri bílageymslu við Vefarastræti 40 í Mosfellsbæ.
Gluggar á þrjá vegu með fallegu útsýni.
Birt stærð eignar er 98,3 fm., þar af er 5,6 fm. sérgeymsla í sameign. Sérstæði í bílageymsluhúsi þar sem gert er ráð fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu.
ATH. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR. VINSAMLEGA BÓKIÐ SKOÐUN.
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.
Gangur með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Eldhús og stofa eru í opnu rými með útgengi á svalir í suðausturátt með fallegu útsýni.
Í eldhúsi er L-laga innrétting frá AXIS með viðaráferð. Lýsing undir efri skápum. Ísskápur og uppþvottavél geta fylgt með.
Þrjú svefnherbergi, öll parketlögð með skápum.
Baðherbergi/þvottaherbergi er með flísum á gólfi, innréttingu, upphengdu salerni, handklæðaofni og "walk-in" sturtu. Tengi og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Hiti í gólfi.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu, merkt 01B02, fylgir eigninni.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.
Fyrirhugað fasteignamat 2025 er 69.450.000,- kr.
Falleg staðsetning, rétt við Helgafellsskóla. Stutt í almenningssamgöngur og vinsæl útivistarsvæði.
ÝTTU HÉR TIL AÐ SENT SÖLUYFIRLIT
Nánari upplýsingar veita:
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.