Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Eiríkur Svanur Sigfússon
Aron Freyr Eiríksson
Melkorka Guðmundsdóttir
Kristófer Fannar Guðmundsson
Svala Haraldsdóttir
Stefán Rafn Sigurmannsson
Vista
svg

177

svg

147  Skoðendur

svg

Skráð  11. nóv. 2024

fjölbýlishús

Mávahlíð 13

105 Reykjavík

70.900.000 kr.

790.412 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2030126

Fasteignamat

69.350.000 kr.

Brunabótamat

44.250.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1947
svg
89,7 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Virkilega falleg og björt 3ja herbergja íbúð með sérinngangi við Mávahlíð 13 í Reykjavík.
Eignin skiptist þannig að íbúð er 86,7 fm og geymsla 3 fm, alls 89,7 fm skv. Fasteignaskrá.


Nánari lýsing:

Sérinngangur frá hlið hússsins.
Forstofa með opnu fatahengi og flísum á gólfi,
Eldhús með ljósri innréttingu, eldavél með helluborði, stæði fyrir uppþvottavél, helluborð og vifta.
Stofa rúmgóð og björt með parketi á gólfi
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum skápum, parket á gólfi.
Herbergi með skáp og útgengt út á hellulagða verönd.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, "walk-in" sturtu, nýtt sturtugler og gólfhiti, handklæðaofn og góð innrétting með skáp.
Sameiginlegt þvottahús með stæði fyrir þvottavél og þurrkara ásamt sameiginlegri hjólageymsla í kjallara.
Sér geymsla inni af sameign með hillum og glugga.
Sameign er á sömu hæð og íbúðin og gengið inn í hana frá gangi íbúðar. 

* Björt eign þar sem íbúðin er lítið niðurgrafin.
* Sérinngangur og því dýrahald leyft.
* Góð hellulögð verönd fyrir framan íbúð, útgengt á þær úr herbergi.

Á undanförnum árum hefur eignin verið endurnýjuð að miklu leyti skv. seljanda: 
* Gluggar og gler: Allir gluggar í íbúð voru málaðir að utan og innan árin 2023-2024, auk þess gluggakistur, og lakkaðar í eldhúsi og stofu. Nýr gluggi í geymslu 2022.
* Ástand múrklæðningar: Gott, steinað 2004. 
* Skólplögn: Fráveitulagnir fyrir húsið endurnýjaðar að fullu lok árs 2020. Lagnir teknar beint út úr sameign. 
* Samhliða fráveitulagnarframkvæmd var hellulögð innkeyrslan með nýjum hellum.
* Drenlagnir: Í lagi og voru lagðar kringum hús, reglulega hreinsaðar af þjónustuaðila.
* Þak: Í lagi og nýlega málað. Þakrennur nýlega endurnýjaðar.  Þakrennur nýlega hreinsaðar af þjónustuaðila.
* Baðherbergi: Nýtt og endurnýjað frá grunni árið 2021. Með nýrri innréttingu og skáp, handklæðaofni, upphengdu salerni og flísum á gólfi og veggjum. Sturtugler nýtt.
* Eldhús: Nýlegt með ljósri viðarinnréttingu, uppþvottavél, ísskáp, borðkrók og flísum á gólfi. Háfur yfir ofnborði.
* Hita og neysluvatnslagnir inni í íbúð: Endurnýjaðar ca 2017. Nýlegir ofnar.
* Raflagnir og rafmagnstafla: Endurnýjaðar raflagnir og tafla í séreign og sameign ca 2018. 
* Brunavarnir: Eldvarnahurð milli sameignar og séreignar. Brunaviðvörunanemar til staðar í rýmum. 
* Hurðar: Nýlegar innihurðar og svalahurð. Inngangshurð vel viðhaldið. 
* Gólfefni: Nýleg og parket lagt árið 2019. 
* Yfirborð veggja og lofta: Málað árið 2019, yfirborðsfletir í góðu ástandi. 
* Sérhitamælir settur fyrir ofn í sameign á jarðhæð, húsfélag greiðir.

Vel staðsett eign sem er miðsvæðis í hlíðunum þar sem stutt er í skóla, íþróttaiðkun, samgöngur og þjónustu.



Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Svanur Sigfússon löggiltur fasteignasali í s. 862-3377 / eirikur@as.is & 
Svala Haraldsdóttir löggiltur fasteignasali í s. 820-9699 / svala@as.is


Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki sem hefur veitt alla almenna þjónustu í fasteignaviðskiptum frá árinu 1988.
www.facebook.com/asfasteignasala
www.instagram.com/as_fasteignasala
www.as.is

img
Svala Haraldsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Ás fasteignasala
Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
Ás fasteignasala

Ás fasteignasala

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
phone
img

Svala Haraldsdóttir

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
26. jún. 2019
43.200.000 kr.
41.000.000 kr.
89.7 m²
457.079 kr.
7. sep. 2016
30.750.000 kr.
35.500.000 kr.
89.7 m²
395.764 kr.
8. jún. 2006
17.530.000 kr.
16.800.000 kr.
89.7 m²
187.291 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Ás fasteignasala

Ás fasteignasala

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
phone

Svala Haraldsdóttir

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði